Föstudags-pizza

IMG_9818Föstudagar eru oftast pizzudagar hjá okkur í Vatnsholti. Í mörg ár hefur þessi hefð verið við lýði, með fjölmörgum og sjálfsögðum undantekningum. Föstudags-pizzurnar okkar eru þó undantekningalaust heimagerðar. Unglingurinn er hætt að suða um að panta pizzu eins og „allir nema ég“ gera. Hún er nú mjög sátt við sérvisku okkar, heimsóknirnar til Pylsumeistarans á Hrísateig og í Frú Laugu síðdegis á föstudögum. Uppáhald unglingsins er pepperóni frá Pylsumeistaranum og rjómaostur, aðrir fjölskyldumeðlimir kjósa meiri fjölbreytni. Í kvöld fékk unglingurinn sína uppáhalds og við hjónin kartöflupizzu með dashi af sítrónu og helling af rósmarín annars vegar og pepperóni, kúrbít og basiliku hins vegar – borið fram með góðu ítölsku rauðvíni – já föstudagskvöld eru einkar ljúf.

Uppskrift -Pizza-botn (sú sama og birt var í júlí)

Þessi grunnuppskrift að pizzabotni fellur vel að okkar smekk. Við viljum hafa botninn þunnan og stökkan og því nær maður með þessari uppskrift. Uppskriftin dugar í 3 – 4 botna sem eru u.þ.b. 9 tommur hver. Við bökum pizzuna í forláta pizzaofni sem við keyptum á tilboði árið 2005 og er um það bil að syngja sitt síðasta, enda ákaflega mikið notaður. Ef pizzan er bökuð í bakaraofninum þá er um að gera að hafa hitann mjög háan, allt að 250 C, og baka pizzuna neðarlega í ofninum.

  • 2 tsk. ger
  • örlítið hunang
  • 1 bolli volgt vatn
  • 4 bollar hveiti – oft nota ég 2 bolla gott brauðhveiti og 2 bolla af hörðu hveiti eða Durum hveiti.
  • 1 tsk. salt
  • 1 msk. olífuolía

Best er að leysa gerið upp í volgu vatni með hunangi, þar til það byrjar að freyða – þetta ferli tekur um 10 – 15 mínútur.  Ég hef nú ekki alltaf tíma og/eða þolinmæði í þetta fyrsta þrep og sleppi því oftast …. svona til að vera alveg heiðarleg :-)  Blandið saman hveiti, salti og olíu og hellið gerblöndunni (eða vatni, geri og hunangi) saman í skál og hnoðið vel saman eða þar til deigið hefur fengið góða áferð.  Ef þið eruð að baka pizzu heima er hægt að hnoða deigið í hrærivél með hnoðunarkrók, annars bara í höndunum. Leyfið deiginu að hefast í skál undir klút í 30 – 120 mínútur +/-   eða bara í þann tíma þið hafið.  Við skellum oft í deig og förum síðan að versla eða í sund-/gönguferð og ola þegar heim er komið býður þetta líka dásamlega deig tilbúið til að vinna með.

Deigið þarf að hnoða aftur í smá stund þegar það hefur fengið að hvíla og lyfta sér eins og tími og aðstæður leyfa. Skiptið deiginu í 3 – 4 parta og fletjið út.

Kartöflupizza 

  • Pizzasósa – heimagerð, sjá hér neðar
  • 2 stóra kartöflur
  • 1 tsk. sítrónusafi
  • 1 tsk. ólífuolía
  • 1-2 stilkar rósmarín
  • 1 tsk. tímían
  • rifinn ostur
  • 1/3 ferskur mozzarella
  • salt og pipar

pizzaSmyrjið pizzabotn með þunnu lagi af heimagerði pizzusósu. Dreifið rifnum osti yfir.

Setjið kartöflusneiðarnar í skál og veltið upp úr olífuolíu og sítrónusafa, kryddið með tímían, rósmarín, salti og pipar. Raðið sneiðunum á botninn og bakið í ofni í u.þ.b. 5 – 7 mínútur, takið úr ofninum og raðið ferskum mozzarellabitum yfir pizzuna. Bakið þar til pizzan er gullin og stökk. Gott er að setja ferskt rósmarín yfir pizzuna þegar hún er bökuð.

Kúrbíts- og pepprónípizza

  • pizzasósa – heimagerð, sjá hér neðar
  • rifinn ostur
  • 8-10 sneiðar pepperóní – hér gilda gæði en ekki magn, mæli eindregið með Pylsumeistaranum á Hrísateig, þar trúi ég að framleitt sé af ástríðu úr fyrsta flokks hráefni.
  • 6-8 sneiðar kúrbítur
  • 1/3 ferskur mozzarella
  • salt og nýmalaður pipar
  • nokkur blöð af ferskri basiliku (notaði rauða í þetta skipti)

pizza2Smyrjið botninn með þunnu lagi af pizzasósu, dreifið smávegis af rifnum osti yfir sósuna.

Raðið kúrbítssneiðunum yfir botninn, þá peppertóní og bakið í 5 – 7 mínútur. Takið úr ofninum og setjið bita af ferskum mozzarella yfir. Bakið þar til pizzan er gullin og stökk. Þegar pizzan kemur úr ofninum, er ferskri basilku stráð yfir hana og krydduð með smávegis af salti og nýmöluðum pipar.

Pizzasósa – einföld og góð

  • 1 dós tómatar (veljið lífræna og góða tómata, úrvalið er mikið)
  • 1 – 2 msk. tómatpúrra
  • 1/2 chili rauður
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 2 msk. óreganó
  • salt og nýmalaður pipar

pizzusosaSetjið allt í blandarann og blandið vel.  Sósan geymist í  1 – 2 vikur vel í lokuðu íláti í ísskáp.

Þessi færsla var birt í Ítalskir réttir og merkt sem , , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s