Fylltar smjördeigsskálar með indversku tvisti

IMG_9680Í matarboði helgarinnar buðum við upp á indverkst þema – nokkrir réttana eiga rætur að rekja til námskeiðsins sem ég fór á hjá Jamie Oliver í haust og sagði frá í síðustu færslu. Einn þeirra rétta sem við elduðum á námskeiðinu var Pakoda brauð – það er brauð sem fyllt var með kryddaðri kartöflustöppu m/baunum, brauðinu dýft í kryddaðan deighjúp og djúpsteikt.  Brauðið var mjög gott, en ég var hrifnar af því sem við gerðum úr afganginum af kartöflustöppunni – og ákvað því að útfæra þá hugmynd fyrir boðið núna.   Við sumsé buðum upp á þetta sem smárétt með fordrykknum  ásamt steiktu poppadums með döðlu og tamarind cuthney.

Uppskrift

  • ólífuolía
  • 1 tsk. sinnepsfræ
  • 2-3 karrílauf
  • 1/2 tsk. túrmerik
  • salt og pipar
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 250 gr. soðnar karteflur, flysjaðar og skornar í grófa bita
  • 60 gr. grænar baunir (frosnar)
  • 1 msk. ferkst kóríander saxað smátt
  • 20 litlar smjördeigsskálar
  • döðlu og tamarind cuthney
  • hrein jógúrt
  • nokkur blöð ferkst kóríander
  • nokkrir granateplakjarnar

Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið sinnepsfræ, karrílauf og túrmerik í smá stund. Bætið sítrónusafa á pönnuna og hrærið saman. Þá er kartöflubitunum bætt út á pönnuna, saltað og piprað eftir smekk og öllu hært vel saman, kartöflubitarnir eiga að merjar á þessu stigi þannig að áferðin verði lík grófri kartöflustöppu. Loks er grænu baunum og smátt söxuðu fersku kóríander blandað saman við.

Samsetning

Setjið u.þ.b. eina kúfaða matskeið af kartöflustöppu í hverja smjördeigsskál, þá 1/2 tsk. af cuthney og örlítið af hreinni jógúrt. Skreytið með granateplakjörnum og fersku kóríander.  Fallegur og góður smáréttur.

IMG_9688

Þessi færsla var birt í Forréttir, Indverskir réttir, Smáréttir og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s