Byggflögu-múslí m/mangótvisti

IMG_9841Í upphafi aðventu er mikilvægt að huga að hollustu. Það má segja að fjölskylda mín sé orðin svolítið háð því að til sé gott, já verulega gott múslí. Þegar við tölum um gott múslí þá meinum við heimagert músli. Eftir að ég uppgötvaði hve einfalt og í raun skemmtilegt er að útbúa sitt eigið múslí höfum við ekki keypt tilbúið músli og nánast ekkert annað morgunkorn. Unglingurinn var svo sem ekkert ýkja sátt við móður sína þegar múslí-blætið hófst, en svei mér ef hún er ekki smátt og smátt að sættast við þetta líkt og heimagerðu pizzurnar. Snilldin við múslígerðina er hve einföld hún er, hve auðvelt er að huga að fjölbreytni, hve gaman er að prufa sig áfram með hinar ýmsu tegundir af korni, hnetum, fræjum og þurrkuðu ávöxtum og tryggja þannig fjölbreytni og hollustu. Svei mér ef það er ekki smá sólskin í þessu músli – ekki veitir af nú þegar styðstu dagar ársins eru gengnir í garð. Kertaljós, ab mjólk, músli, hunang og ferskt mangó og jarðaber í morgunsárið – þvílík byrjun á degi 🙂

Uppskrift

 • 500 gr. grófar byggflögur (ég notaði þýskar lífrænar því þær íslensku eru svo fínar að þær eru nánast eins og duft, vona að það verði leyst fljótlega því íslenskt bygg er mjög gott)
 • 2 dl. mangó og eplasafi (frá Himneskri hollustu) eða annar hreinn lífrænn safi
 • 3 tsk. hunang
 • 1 bolli möndlur gróft saxaðar
 • 1 bolli valhnetur gróft saxaðar
 • 1/2 bolli hörfræ
 • 1/2 bolli graskersfræ
 • 1/2 bolli kókosflögur
 • 1 bolli þurrkað mangó skorið í litla bita
 • 1 bolli þurrkuð trönuber
 • 1/2 bolli rúsínur
 • 1/2 bolli döðlur skornar í bita

musliLeysið hunangið upp í mangó-eplasafanum og hrærið blöndunni út í byggflögurnar. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og hellið blöndunni á pappírsklædda plötuna og dreifið vel. Bakið við 150°C í 15 mín og hrærið reglulega í blöndunni eða á 5 mínúntna fresti. Skerið möndlur og hnetur gróft. Blandið saman kókos, fræjum, hnetum og möndlum í skál, takið byggflögurnar úr ofninum og blandið fræ- og hnetublöndunni vel saman við. Bakið í 10 – 15 mínútur til viðbótar og hrærið í blöndunni á 5 mínútna fresti svo allt bakist jafnt og hnetur og kókos brenni síður.

Á meðan blandan er að bakast skerið þið þurrkaða ávexti niður í litla bita.

Blandið ávöxtunum við hafrablönduna þegar hún hefur kólnað – setjið í fallega krukku og njótið.IMG_9843

Þessi færsla var birt í Morgunmatur og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s