Ristaðar möndlur með rósmarín, chili og saltflögum

IMG_9880Ristaðar möndlur hafa á síðustu árum orðið ómissandi góðgæti á aðventunni í Vatnsholtinu. Upphaflegu uppskriftina sá ég í Gestgjafanum fyrir nokkrum árum, en hef breytt henni, stækkað og krydda nú mun meira.  Fallegt og gott góðgæti og skemmtileg tækifærisgjöf á aðventu.

Uppskrift

  • 500 gr möndlur
  • 1 dl vatn
  • 200 gr sykur
  • 1/4 tsk chilli duft
  • 1/2 rauður chili smátt saxaður
  • 2 msk. rósmarín smátt skorið
  • 2 tsk. salt flögur

mondlurSetjið vatn, sykur, chili duft og möndlur á pönnu og hafið hitann undir pönnunni háan þangað til sykurinn fer að krauma, látið krauma í u.þ.b. 10 mínútur og hrærið stöðugt á meðan. Þegar sykurinn fer að verða duftkenndur þarf að lækka hitann og halda áfram að hræra í möndlunum þangað til sykurinn brúnast og verður að nokkurs konar  karamellu utan á möndlunum. Hellið blöndunni á bökunarpappír, sáldrið smátt skornu chili, rósmarín og saltflögum yfir og losið þær í sundur með tveimur göfflum.

IMG_9867

Þessi færsla var birt í Jól og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

3var við Ristaðar möndlur með rósmarín, chili og saltflögum

  1. Bakvísun: Nýtt ár – ný tækifæri og vinsælustu uppskriftirnar | Krydd & Krásir

  2. Bakvísun: Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s