Kókostoppar

KokostopparSmáköku-uppskrift tvo af sjö – Appelsínur, súkkulaði og kókos ljá þessum toppum töfrandi bragð á aðventu. Ég man ómögulega hvar ég fékk þessa uppskrift en hún er í uppskriftabókinni sem ég kom mér upp þegar ég var 17 eða 18 ára. Ég hef minnkað sykurinn um helming frá upprunalegu uppskriftinni -þannig falla þær að breyttum smekk og áherslum. Topparnir eru stökkir að utan og dásamlega mjúkir að innan.

IMG_9955Uppskrift

  • 2 egg
  • 100 gr. sykur
  • 200 gr. kókosmjöl
  • 1 tsk. vanilludropar
  • rifinn börkur af einni appelsínu
  • 50 gr. suðusúkkulaði saxað

Þeytið egg og sykur vel saman. Hrærið vanilludropunum saman við eggjahræruna. Blandið því næst öllu öðru saman við. Setjið með teskeið á pappírsklædda plötu. Bakið við 180°C í 5 – 7 mínútur.IMG_9964

Þessi færsla var birt í Bakstur, Jól, Smákökur og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s