Stökkar eplaskífur

IMG_0130Það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt – í síðustu viku prufaði ég að skera stór, rauð og sæt epli niður í örþunnar sneiðar og þurrka í bakaraofninum.  Ég notaði eplin sem við þekkjum sem jólaepli, ilmandi, safarík og falleg. Útkoman er afbragð, jólalegt og hollt snakk.

Uppskrift 

  • 3 stór rauð epli

IMG_0082Þvoið eplin vel og þerrið, skerið síðan í þunnar sneiðar. Gott er að nota mandólín við verkið, en það er ekki nauðsynlegt, hægt er að nota góðan, beittan hníf.  Ekki er nauðsynlegt að kjarnhreinsa eplin.

Raðið sneiðunum á pappírsklæddar bökunarplötur, eitt epli passar á eina plötu.  Bakið í blástursofni við 90°C í 2 – 3 klst.  Það er hægt að setja 3 plötur í ofninn í einu ef þið eruð með blástursofn. Opnið ofnin reglulega til að hleypa gufunni sem myndast út, jafnframt er gott að hreyfa aðeins við sneiðunum til að þær festist síður við pappírinn.

Eftir 2-3 klukkustundir er slökkt á ofninum, en plöturnar ekki teknar út, heldur leyft að kólna í ofninum.  Það er ágætt að gera þetta á kvöldin og skilja sneiðarnar svo eftir í ofninum yfir nóttina.

epli

Þessi færsla var birt í Jól, Smáréttir og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s