Gæsa-borgarar Péturs og Lóu

IMG_0307Árlega hittumst við nokkrir góðir vinir og útbúum ýmsar kræsingar úr villibráð. Sjálf er ég ekki með skotveiðileyfi og fer því ekki á skotveiðar – ennþá í það minnsta. Áhuginn á að prufa hefur þó aukist með hverju ári, sérílagi eftir þessar skemmtilegu stundir í villibráðar-gourmet gerðinni og nú þegar elskulegur tengdasonur er að taka sín fyrstu skref í sportinu. Svo mikið hefur áhuginn aukist að ég hef farið í Ellingsen og skoðað byssur og lesið ýmsan fróðleik á netinu um hvernig maður tekur fyrstu skrefin í þessu sporti. Hver veit hvað gerist á komandi ári? Þangað til nýt ég góðmennsku vina minna sem til margra ára hafa gengið á fjöll, legið í skurðum á láglendi með byssur í hönd og séð til þess að ná í gæsir, endur og hreindýr.  Við sameinumst síðan um að heitreykja, grafa, steikja, baka og útbúa gæsa- og hreindýralifrapaté um leið og við njótum samveru, hlægjum okkur máttlaus, dreypum á góðum vínum og njótum þess að borða dásamlega góðan mat. Þetta er einn af hápunktum aðventunnar.

gæsaborgara_2

Uppskrift

  • 2 gæsabringur (u.þ.b. 400 gr.)
  • 130 gr. beikon
  • 1 rauðlaukur saxaður smátt
  • 4 msk. parmesan- eða gráðostur (við settum báðar tegundir í okkar)
  • 1 egg
  • 1,5 dl. gróft spelt eða brauðmylsna
  • 2 tsk. góður pipar
  • 2-3 tsk. gott salt
  • ólífuolía og smjör til að steikja borgarana

Hakkið gæsabringur og beikon saman í hakkavél eða notið matvinnsluvél og gætið þess þá að nota „pulse“ hnappinn svo kjötið verði síður að farsi, betra að þetta sé frekar gróft hakkað.

gæsaborgarar_1Blandið öllu saman – best er að nota hendurnar. Mótið litla borgara. Steikið á heitri pönnu upp úr smjöri og ólífuolíu, saltið og piprið meira að smekk.

Gróft, gott og einfalt hamborgarabrauð

  • 3 dl. spelt (við notuðum gróft, en það má blanda grófu og fínu)
  • 1 msk. ólífuolía
  • 3 tsk. vínsteinslyftiduft
  • smá salt
  • vel heitt vatn

Blandið saman spelti, lyftidufti, olíu og salti. Bætið vatni samanvið, þar til deigið er mátulega blautt til að hnoða. Hnoðið aðeins og mótið pastlega stór brauð úr deiginu.

Bakið brauðin á þurri pönnu eða á útigrilli í ca 3-4 mínútur á hvorri hlið.

gæsaborgarar3Samsetning

Kljúfið brauðið í tvennt.  Setjið ríflega matskeið af sultuðum rauðlauk á hverja sneið, þá gæsaborgara og loks gróft rifinn parmesan ost og klettakál.  Ljúfengari borgari er vandfundinn.

 

Þessi færsla var birt í Kjötréttir, Villibráð og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Gæsa-borgarar Péturs og Lóu

  1. Bakvísun: Rauðlaukssulta | Krydd & Krásir

  2. Bakvísun: Hreindýralifrapaté | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s