Pistasíuhnetu-ís

IMG_3776Við eigum flest okkar jólahefðir þar sem matur skipar stóran sess. Lengi vel vorum við alltaf með sama mat á borðum yfir jólin, en á síðustu árum höfum við stundum farið nýjar leiðir og ekki endilega haft sama aðalréttinn frá ári til árs. En eitt breytist ekki í okkar matarhefðum En eftirrétturinn er alltaf sá sami og mun   líklega aldrei breytast  Jólaísinn okkar er komin frá móður minni heitinni, ég fékk hann fyrst fyrir 30 árum og síðan þá hef ég alltaf fengið þennan ís í eftirrétt.  Með pistasíuhnetu-ísnum berum við fram heita súkkulaðisósu og jarðarber. Fallegur og umfram allt ákaflega góður eftirréttur á jólum.

IMG_0436Uppskrift 

  • 6 eggjarauður
  • 100 gr. sykur
  • 1 tsk. vanilludropar (mikilvægt að nota góða dropa – heimagerðir eru bestir)
  • 60 gr. pistasíuhnetukjarnar smátt skornir
  • 1/2 l. rjómi

Þeytið eggjarauður og sykur mjög vel saman, bætið vanilludropunum saman við. Léttþeytið rjómann. Bætið rjóma og hnetum varlega saman við eggjahræruna. Frystið í djúpu formi í a.m.k. sólahring.

Heit súkkulaðisósa

  • 3 mars súkkulaði
  • 100 gr. suðusúkkulaði
  • 1 dl. rjómi

Brjótið súkkulaðið í smáa bita og setjið í pott, hellið rjómanum yfir. Bræðið saman við vægan hita. Hrærið reglulega í pottinum en það tekur svolítinn tíma fyrir súkkulaðið að bráðna allt saman og samlagst vel.

Smart að skreyta ísinn með smátt skornum pistasíuhnetukjörnum og jarðarberjum áður en hann er borinn fram.

IMG_0452

Þessi færsla var birt í Eftirréttir, Jól og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s