Humarsúpa

IMG_0511Mikið sem hátíðarnar eru dásamlegur tími, gæðastundir með fjölskyldunni eru alltaf kærkomnar. Áherslur okkar hafa lítið breyst í gegnum tíðina, best finnst okkur að fá sem flesta í mat og kaffi yfir hátíðarnar. Á síðari árum hefur fjölgað við matarborðið hjá okkur á aðfangadag, jóladag og annan í jólum – já hér eyðum við mörgum gæðastundum í eldhúsinu og við matarborðið og njótum. Ég reyni líka að vera meðvitaðri um það að einfalda hlutina frá ári til árs. Þetta segi ég um leið og ég veit að nú hnussa margir sem þekkja mig. Jafnvel skella upp úr, slá sér á lær, hnussa og kalla upp yfir sig „einfalda, suss, suss, þvílík vitleysa“. En ég segi það satt, ég byrja undirbúninginn fyrr, virkja fleiri með mér, skipti mér ekkert (sumir vilja kannski segja minna) af ákveðnum verkum og svona mætti lengi telja. En matseðillinn hefur sannarlega ekki orðið einfaldari með árunum, í ár voru 2 forréttir, 2 aðalréttir, 2 eftirréttir og svo kaffi, konfekt og smákökur með pökkunum á aðfangadagskvöld. Til stóð að hafa 3 aðalrétti, en því var breytt á síðustu stundu og þess í stað bætt við einum forrétti sem tengdasonurinn sá alfarið um. Held að allir hafi verið saddir og sælir þegar þeir gengu til hvílu seint aðfaranótt jóladags.

Seinni forrétturinn í ár var ákaflega góð humarsúpa, sem gerð var frá grunni. Humarskel, grænmeti, ferskar kryddjurtir og hvítvín mynda kraftmikið soðið. Þetta er ekki fljótgerð, „instant“ uppskrift, en ég get svo sannarlega fullyrt að fyrirhöfnin er þess virði -allir voru á einu máli um að þetta væri með betri forréttum sem við höfum boðið upp á.


IMG_0471

Uppskrift

  • 1 kg. humar í skel
  • 1-2 msk. olía
  • 1 msk. smjör
  • 1 laukur
  • 2 sellerýstilkar
  • 3 gulrætur
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 1/2 rauður chili
  • 2 lárviðarlauf
  • tímían – nokkrar greinar af fersku eða 2 msk. þurrkað
  • steinselja – nokkrar greinar fersk
  • 2 msk. tómatmauk
  • 10 svört heil piparkorn
  • salt
  • 2 dl. hvítvín
  • 2 l. vatn
  • 1 dós kókosmjólk
  • 3 dl. rjómi

Skelflettið humarinn, geymið humarinn sjálfan í kæli á meðan soðið er útbúið. Saxið lauk, sellerý, gulrætur,hvílauk og chili gróft. Hitið smjör og olíu í góðum potti og steikið grænmetið í nokkrar 5 – 10 mínútur eða þar til það fer að mýkjast vel. Hækkið aðeins hitann undir pottinum og bætið humarskelinni út í. Steikið humarskelina þar til þær fara að brúnast. Bætið tómatmaukinu út í pottinn og hrærið vel. Þá er hvítvíninu helt út í og suðunni leyft að koma upp á víninu, bætið þá vatninu út í pottinn og loks kryddinu.  Látið suðuna koma upp og fleytið froðuna ofan af. Lækkið þá hitann og látið krauma við vægan hita í 4 – 6 klukkustundir. Sigtið soðið sem nú ætti að vera tæplega 1 lítri og hefur því soðið niður um ríflega helming.

Setjið sigtað soðið í hreinan pott, bætið kókosmjólk og rjóma út í. Látið suðuna koma upp og leyfið að malla við vægan hita í smá stunda þar til súpan þykknar smávegis.  Bragðbætið með salti og pipar og ef til vill örlítið meira af chili eftir smekk.

Athugið að humarinn má ekki sjóða nema í smá stund eða um það bil 2 mínútur og er honum því bætt út rétt áður en súpan er borin fram. Fallegt er að skreyta diskana með smávegis af léttþeyttum rjóma og saxaðri steinselju.

IMG_0516

Þessi færsla var birt í Fiskur og sjávarfang, Forréttir, Súpur og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

3var við Humarsúpa

  1. Bakvísun: Humar risotto | Krydd & Krásir

  2. Birgitta sagði:

    Sé thessa girnilegu humarsúpu hérna hjá thér og langar til ad elda hana. Hvad er thessi uppskrift fyrir marga?
    Bestu thakkir og kvedjur
    Birgitta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s