Marokkóskt kúskús m/saltri sítrónu

IMG_2386Kúskús með saltri sítrónu er einfalt og gott meðlæti, hvort sem er með grænmeti, kjúkling eða fisk. Í kvöld eldaði ég einn af mínum uppáhaldsréttum, kjúklingarétt með saltri sítrónu sem ég lærði að matbúa á námskeiði í Marrakech í Marrakó fyrir nokkrum árum. Einfaldur og góður réttur og gott að bera einfalt kúskús með, með saltri sítrónu með. Ég hef útbúið söltu sítrónurnar sjálf, það er einfalt en tekur nokkrar vikur, ef til vill tek ég myndir og set inn uppskrift síðar.   Ég hef líka séð þær seldar tilbúnar í Nóatúni og Hagkaupum.

Uppskrift

  • 250 gr. kúskús
  • 1/2 tsk. salt
  • 300 ml. soðið vatn
  • 1/2 söltuð sítróna skorin smátt
  • 1 msk. olífuolía
  • smjör-klípa (u.þ.b. 10gr.)

Sjóðið vatnið og hellið því yfir kúskúsið, saltið og setjið þétt lok ofan á pottinn.  Látið standa í u.þ.b. 10 mínútur.  Hrærið þá olíunni og söltu sítrónunni saman við og loks smjörinu. Berið fram með með grænmeti, kjöt eða fisk.

Þessi færsla var birt í Meðlæti, Miðausturlenskir réttir og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Marokkóskt kúskús m/saltri sítrónu

  1. Bakvísun: Marokkóskur salt-sítrónu kjúklingur með olífum | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s