Marokkóskur salt-sítrónu kjúklingur með olífum

IMG_2377Þessi marokkóski kjúklingaréttur er einn af mínum uppáhalds – hann lærði ég að matbúa á námskeiði í Marrakesh árið 2011. Þá lét ég gamlan draum rætast og fór með góðri vinkonu til Marokkó til þess að læra að matbúa að hætti innfæddra. Ég get svo sannarlega mælt með slíkri upplifun, hafi maður á annað borð gaman að matarmenningu og matargerð.

Ég hef séð söltu sítrónurnar tilbúnar í krukku í hillum verslana Nóatúns og Hagkaups, en sjálf útbý ég mínar eigin eftir einfaldri marakkóskri uppskrift – ferlið tekur hins vegar um 4 vikur, en þær geymast vel svo maður maður þarf bara að skipuleggja sig aðeins fram í tímann og eiga tilbúnar saltar sítrónur í fallegri krukku í ísskápnum þegar löngunin í þennan rétt segir til sín 🙂

kjulli-marakkóUppskrift (fyrir 3 – 4)

  • 3 kjúklingabringur, skornar í tvennt
  • 1 söltuð sítróna
  • 1 rauðlaukur, smátt saxaður
  • 1 -2 msk. flatblaðasteinselja smátt söxuð
  • 1-2 msk. ferskur kóríander smátt saxaður
  • 2-3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
  • 1 tsk. svartur pipar
  • 2 tsk. túrmerik
  • 1 tsk. engiferduft
  • saffran nokkrir þræðið
  • 2 msk. olífuólía
  • 4 msk. vatn
  • 15 – 20 olífur

Byrjið á að skera sítrónu í fjóra parta og taka sítrónukjötið úr berkinum, hreinsið steina frá og skerið kjörið mjög smátt. Geymið börkinn þar til síðar. Setjið smátt skorið sítrónukjötið, steinselju, kóríander, rauðlauk og hvítlauk á pönnu/tagine ásamt olífuolíunni. Blandið vel saman og veltið kjúklingabitunum vel upp úr kryddblöndunni, þannig að blandan þekji kjúklinginn vel. Steikið við meðalhita í u.þ.b. 10-15 mínútur og snúið kjúklingabitunum öðru hverju, þannig að þeir steikist jafnt.

IMG_2353Bætið vatni á pönnuna/taginuna og setjið þétt lok á hana. Látið vera yfir meðalhita í u.þ.b. 20 – 30 mínútur til viðbótar eða þar til kjúklingurinn er gegnsteiktur.

Skerið í sítrónubörkinn þannig að hann lýkist laufi og setjið yfir kjúklinginn ásamt ólífum. Berið fram með kúskús, t.d. þessu hér eða góðu brauði.

Þessi færsla var birt í Kjötréttir, Miðausturlenskir réttir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Marokkóskur salt-sítrónu kjúklingur með olífum

  1. Bakvísun: Saltar sítrónur (e.preserved lemons) | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s