Það er einfalt að salta sítrónur og líklega eru þær eins og margt annað langbestar heimagerðar. Margir hafa haft samband við mig og óskað eftir upplýsingum um hvar hægt er að fá saltaðar sítrónur frá því ég setti þessa uppkrift inn fyrir rúmri viku. Það er ekki einfalt að finna saltar sítrónur í verslunum hér á landi, en ég hef þó séð þær í Nóatúni og Hagkaupum. Ég útbý reglulega mínar eigin söltu sítrónur, einfalt eins og áður segir en biðtíminn er um 4 vikur. Eftir að þær hafa marenerast í 4 vikur geymast þær mjög vel í kæli.
- 4-5 smáar sítrónur
- safi úr 3-4 sítrónum
- 70-80gr. sjávarsalt
Veljið góða glerkrukku sem er hæfilega stór fyrir sítrónurnar Þvoið sítrónurnar vel og þerrið, best er að nota lífrænt rækaðar og smáar sítrónur.
Skerið fjóra djúpa skurði í hverja sítrónu og setjið u.þ.b. 1 tsk af salti í skurði hverrar sítrónu. Setjið sítrónurnar í sótthreinsaða krukku og þrýstið á þær. Setjið afganginum af saltinu ásamt sítrónusafa yfir sítrónurnar í krukkunni, þannig að það fljóti aðeins yfir þær. Geymið krukkuna á köldum og dimmum stað í u.þ.b. 4 vikur. Nokkrum sinnum á tímabilinu er ágætt að snúa krukkunni nokkrum sinnum til að hreyfa aðeins við saltinu, svo það þekji sítrónurnar öugglega vel.