Músli heimagert

IMG_6501

Mikilvægasta máltíð dagsins -morgunverðurinn ætti að vera snar þáttur í matargerð okkar, en flest erum við líklega á hlaupum á morgnanna og gefum okkur ekki mikinn tíma til að huga að fjölbreytni sem er svo skemmtileg.  Fjölskyldan er heldur ekki alveg sammála um hvað er góður morgunmatur og hvað ekki. Unglingurinn á heimilinu á sem dæmi erfitt með að skilja að móðir hennar neiti að kaupa Cherrios og kornfleks til að eiga alla morgna og vilji heldur útbúa hafragraut eða góðan morgun-boozt. En þegar heimagert múslí er til í krukku þá saknar engin Cheeriosins eða Kornfleksins. Dásamlegt með AB mjólkinni og enn betra með grískri jógúrt, góðu hunangi og ferskum jarðaberjum.

Grunnurinn að uppskriftinni er fengin í einni af uppáhalds matreiðslubók minni HOME MADE eftir hollenskan matarbloggarann Yvette Van Boen sem jafnframt rekur veitingastaðinn AAN–DE-AMSTEL í Amsterdam. Ég mæli með heimsókn  þangað ef þið eigið leið til Amsterdam – en athugið áður en þið farið að staðurinn tekur ekki við kreditkortum – ég fór flatt á því síðasta haust og hélt um tíma að ég yrði að vaska upp fyrir reikningnum.

En aftur að uppskriftinni – hlutföllin eru ekki heilög, allt er þetta smekksatriði, ræðst af því hvað er til í skápunum hverju sinni og hvað manni þykir best.

  • 4 bollar tröllahafrar
  • 2 bollar fræ, hnetur,möndlur, kókosflögur eftir smekk
  • ½ bolli eplasafi – góður
  • 2 – 4 tsk. hunang
  • 2 bollar þurrkaðir ávextir eftir smekk

Skerið möndlur og hnetur gróft. Blandið saman höfrum, fræjum, hnetum og möndlum í skál. Leysið hunangið upp í eplasafanum og hrærið blöndunni út í hafrablönduna. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og hellið blöndunni á pappírsklædda plötuna og dreifið vel. Bakið við 150°C í 25 mín og hrærið reglulega í blöndunni eða á 5 mínúntna fresti svo allt bakist jafnt og hnetur og kókos brenni síður.
Á meðan blandan er að bakast skerið þið þurrkaða ávexti niður í litla bita. Fallegt er að vera með litríka blöndu t.d. aprikósur, döðlur, trönuber, gráfíkjur, ljósar rúsínur.
Blandið ávöxtunum við hafrablönduna þegar hún hefur kólnað – setjið í fallega krukku og njótið.

IMG_6481 IMG_6493 IMG_6494

Þessi færsla var birt í Árdegisverður (Brunch), Morgunmatur og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

7var við Músli heimagert

  1. helenagunnarsd sagði:

    En girnilegt og fallegar myndir 🙂

  2. Bakvísun: Nýtt ár – ný tækifæri og vinsælustu uppskriftirnar | Krydd & Krásir

  3. Bakvísun: Rabarbara- og jarðarberja síróp | Krydd & Krásir

  4. Bakvísun: Súkkulaðimús með hindberjum | Krydd & Krásir

  5. Bakvísun: Grísk jógúrt með hindberjamauki og múslí | Krydd & Krásir

  6. Bakvísun: Chia morgungrautur | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s