Súkkulaði- og kókos formkaka

Súkkulaði og kókos formkaka Það er ákaflega viðeigandi á sunnudögum að skella í eina formköku og kalla fjölskyldu og vini í kaffi. Þegar ég las uppskrift af köku svipaða þessari á vefnum hjá Bon Appetit fyrir nokkru var ég staðráðin í að þessa þyrfti ég að baka – súkkulaði og kókos eru hvoru tveggja í uppáhaldi.  Ég breytti uppskriftinni örlítið og aðlagaði að smekk og því hráefni sem til var.  Útkoman er hin besta sunnudagskaka með góðu kaffi eða ískaldri mjólk.  Held ég baki þessa köku fljótlega aftur, ef til vill strax um næstu helgi og taki þá með í berjamó ef veður leyfir slíka útiveru 🙂

IMG_5356Uppskrift

 • 110 gr. smjör
 • ½ bolli kókosolía
 • 1½ bolli sykur
 • 3 egg
 • 1 ½ bolli hveiti
 • ½ bolli kakó 
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 1 tsk salt
 • ⅔ bollar súrmjólk eða ab mjólk
 • 100 gr. suðusúkkulaði-dropar eða súkkulaði saxað smátt
 • ¼ bolli kókosflögur  (sett ofan á deigið í forminu áður en hún fer í ofninn)

Hrærið smjör, kókosolíu og sykur vel saman. Bætið eggjunum út í einu í senn og hrærið vel á milli.  Bætið þurrefnunum smátt og smátt saman við ásamt súrmjólkinni og vanilludropunum.  Hrærið þar til allt er vel samlagað en gætið þess að hræra ekki of lengi. Að lokum er suðusúkkulaðinu blanda saman við deigið.

IMG_5368Sett í velsmurt formkökuform (okkar form er 28 cm langt)  og bakað við 175°C í 65 – 70 mínútur eða þar til prjónn sem stunginn er i miðjuna kemur hreinn út.

Leyfið kökunni að kólna í forminu í 15 – 20 mínútur áður en hún er tekin úr því.

 

Þessi færsla var birt í Bakstur og merkt sem , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s