Rauðrófusalat með heitreyktum makríl

RauðrófusalatAnnasamir dagar kalla á léttan og fljótlegan kvöldverð.  Í kvöld sagði þreytan, já og letin aðeins til sín.  Ég nennti ómögulega að hafa mikið fyrir matarstússi og það þrátt fyrir að það sé laugardagskvöld. Um tíma var ég meira að segja að spá í hvort við myndum bara láta freistast í keyptan skyndibita……  en ákvað svo að trítla út í garð ná í tvær rauðrófur, ég átti heitreyktan makríl sem ég keypti á matarmarkaðnum í Hörpu síðustu helgina í ágúst og ola – úr varð þessi dásemd. Hreint ekki galið – fljótlegt, holt og gott.

IMG_5682Uppskrift  (fyrir 2 sem aðalréttur)

  • 2 litlar rauðrófur
  • 2 msk. sítrónusafi
  • 2 msk. olífuolía
  • 1 msk. balsamik edik (mikilvægt að það sé gæða-edik)
  • salt og pipar
  • hnefi af klettakáli
  • 1 flak heitreyktur makríll (ég mæli með Hornarfjarðar – Gull – sá hefur unnið til verðlauna)
  • smávegis af rifinni piparrót (má sleppa)
  • nokkur blöð af ferskri steinselju

IMG_5686Þvoið rauðrófurnar, skrælið ef þörf er á og sneiðið í örþunnar sneiðar.

RauðrófurHrærið sítrónusafa, olífuolíu, balsamik ediki, salti og pipar saman í skál.  Setjið rauðrófusneiðarnar út í og blandið vel saman.

Setjið klettakál á disk, raðið rauðrófusneiðunum yfir. Rífið heitreykta makrílinn í hæfilega bita og raðið yfir rauðrófurnar.  Rífið piparrótina mjög fínt yfir alls saman og stráið nokkrum blöðum að steinselju yfir.

Berið fram með góðu brauði og góðu rauðvíni ef vill – það er jú laugardagskvöld 🙂

IMG_5691

Þessi færsla var birt í Salat og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Rauðrófusalat með heitreyktum makríl

  1. Bakvísun: Rauðrófu-hummus | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s