Sítrónukókoskaka

SítrónukókoskakaÞað fer ekki fram hjá nokkrum sem á annað borð les þetta blogg að sunnudagar eru okkar uppáhaldsdagar. Dagurinn sem við reynum að verja saman, förum gjarnan í göngu, sund eða að hjóla, auk þess að verja dágóðum tíma í eldhúsinu.  Þennnan sunnudaginn var bakstur og ostagerð fyrir valinu. Meira um ostagerðina síðar, en fyrst þessi dásemdar kaka með sítrónu og kókos – þetta tvennt saman getur vart klikkað. Veljið góða lífrænt ræktaða sítrónu sem er ekki vöxuð – því við notum bæði safann og fínt rifinn börkinn.

Hráefni-sítrónukókoskakaUppskrift 

  • 180 gr. smjör
  • 150 gr. sykur
  • 3 egg
  • 250 gr. hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 4 msk. kókos
  • 1 sítróna, bæði börkurinn rifinn og safi

Hrærið smjör og sykur saman þar til létt og ljóst. Bætið eggjunum einu í senn saman við og hrærið vel á milli.  Blandið þurrefnunum saman við ásamt sítróunuberkinum og sítrónusafanum og hrærið vel saman.  Bakið í 22 cm springformi við 170°C í 35 – 40 mínútur.  Látið kökuna kólna aðeins áður en þið takið hana úr forminu.  Fallegt er að sigta smávegis af flórsykri yfir kökuna áður en hún er borinn fram. Berið fram með þeyttum rjóma eða grískri jógúrt.

Sítrónukókoskaka

Þessi færsla var birt í Árdegisverður (Brunch), Bakstur, Kökur og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s