Spínat og mangó þeytingur

Spínat og mangó þeytingurEins og svo margir þá finnst mér mjög gott að fá mér þeyting (e.boozt) á morgnana – það er fljótlegt, einfalt og auðvelt að aðlaga að smekk og aðstæðum hverju sinni.  Reyndar finnst mér fjölbreytni í morgunmat mikilvæg svo þeytingurinn er alls ekki alla morgna – en það koma tímabil þar sem ég fæ algjört æði fyrir þeytingum og útbý þá oftar en ekki áður en haldið er út í daginn.  Þessi uppskrift sem hér birtist er í algeru uppáhaldi þessa dagana – svo miklu raunar að ég hef útbúið hann fyrir samstarfsfólk mitt við góðar undirtektir.  Táningurinn minn er líka hrifin af þessum morgunverðardrykk og þá er nú mikið sagt – því hún ólíkt móður sinni, er ekkert sérstaklega hrifin af svona þeytingum 🙂 Auðvitað má leika sér með hlutföllin og aðlaga að eigin smekk – í þessu sem öðru er galdurinn fólgin í góðu hráefni og hugmyndaauðgi.

Spínat og mangó þeytingur - hráefniUppskrift (fyrir 2)

  • 2 dl. frosið mangó
  • 2 lúkur spínat
  • 1 bananani
  • 1-2 döðlur
  • 2 tsk. möndlusmjör
  •  3-4 dl. kókosvatn

þeytingurSetjið allt í blandarann og blandið vel saman. Ef til vill þarf að setja meiri vökva – þá má annað hvort setja aðeins meira kókosvatn eða kalt kranavatn. Hellið í falleg glös og njótið. Á morgnana set ég eina tsk. af hampfræjum ofan á hvert glas. Það er örlítill hnetukeimur af hampfræjunum, þau eru ákaflega næringarrík, innihalda meðal annars mjög hátt hlutfall próteina og eru stútfull af omega 3 og 6 fitusýrur.

Þessi færsla var birt í Árdegisverður (Brunch), Drykkir, Grænmetirréttir, Morgunmatur og merkt sem , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s