Stundum þarf ekkert mörg orð eða langan texta til að lýsa einföldu og góðu hráefni – kartöflur sem þessar eru gjarnan á boðstólnum hjá Vatnsholtsgenginu. Uppskriftin er einföld og kartöflurnar góðar hvort sem er með sunnudagslærinu, nautasteikinni eða góðum fiskrétt.
Uppskrift
- 1 kg. kartöflur
- 2-3 msk. olífuolía
- nokkrir stilkar ferskt rósmarín
- 2-4 hvítlauksrif
- salt og pipar
Þvoið kartöflurnar, þerrið og skerið í báta, ég skræla þær aldrei, finnst bæði smart og gott að hafa hýðið á þeim.
Saxið rósmarín gróf, merjið hvítlaukinn undir hnífsblaði og saxið smátt. Setjið olífuolíu í skál og hrærið hvítlauk og rósmarín saman við. Setjið kartöflurnar útí skálina og blandið vel saman. Þetta má alvega standa i skálinni í smá stund á meðan matseld á aðalréttinum er undirbúinn.
Setjið kartöflurnar í ofnskúffu, saltið og piprið e. smekk. Bakið við 180°C í u.þ.b. 40 mínútur. Berið fram með góðri steik eða góðum fiskrétti.
Bakvísun: Lambalæri með ítölsku ívafi | Krydd & Krásir