Lambalæri með ítölsku ívafi

IMG_4410Fátt minnir mig meira á æsku mína en ofnsteikt lambalæri á sunnudegi. Í allmörg ár fór ég í sveit á hverju sumri, fyrst sem vinnukona og sá þá um innistörf, matseld og barnagæslu – en síðasta sumarið sem vinnumaður í útistörfum og kom þá lítið eða ekkert að matseld. Sumardvalirnar voru jafn ólíkar og þær voru margar, en ég dvaldi á þremur bæjum í Húnavatnssýslunni í samtals 5 sumur. Eitt var þó sammerkt á öllum stöðunum og það var lambasteikin á sunnudögum, oftast ofnsteiktur hryggur eða læri, sem var kryddaður með salti og pipar og borinn fram með  brúnni soðsósu, brúnuðum kartöflum, Ora grænum baunum og rauðkáli að ógleymdri rabararbarasultunni sem þótti ómissandi með sunnudagssteikinni í þá tíð.

Uppskrift dagsins er töluvert frábrugðin gömlu sunnudagssteikinni sem ég er alin upp við – annað en aðalhráefnið sem er lambalæri.  Þetta læri fékk toppeinkun og verður án efa eldað fljótlega aftur þessari uppskrift. Sannarlega aðeins meiri fyrirhöfn en þetta gamla góða, en vel þess virði.  Meðlætið er töluvert hollara en það sem lýst er hér að ofan – einföld soðsósa, ofnbakaðar rósmarínkartöflur og smjörsteikt grænmeti.

IMG_4357Uppskrift

  • Lambalæri
  • 2-3 stilkar rósmarín
  • 2-3 stilkar tímían
  • 6-8 lauf af salvíu
  • 6 hvítlauksrif
  • 3-4 sn. hráskinka
  • 4 ansjósuflök
  • 2,5 dl. hvítvín
  • 2 rauðlaukar – saxaðir gróft
  • salt og pipar

Hitið ofninn í 220°C. Setjið gróf saxaðan laukinn og hvítvínið í botninn á ofnfati.

Stingi raufar með litlum, beittum og þunnum hníf u.þ.b. 2-3 cm inn í lærið á nokkrum stöðum.

IMG_4360Skerið hvítlauksrifin í tvær til þrjár sneiðar eftir stærð, skerið hráskinkuna í þunnar ræmur.

IMG_4361Leggið sneið af hvítlauksrifi, 1/3 af ansjósuflak, 1/2 sneið af salvíu og rósmarín nál á hráskinkuna og rúllið upp og troðið í götin á lærinu.

IMG_4369Saxið afganginn af salvíunni og rósmaríninu og takið laufin af tímíanstilkunum og blandið vel saman. Penslið lærið með olífuolíu, stráið kryddjurtunum yfir lærið, piprið og saltið, en fari varlega með saltið þar sem bæði ansjósurnar og hráskinkan eru fremur sölt.

Setjið lærið í ofnfatið og bakið 220°C í 15 mínútur, lækkið þá hitann í 180°C og steikið áfram í u.þ.b. 45-60 mín. eða þar til kjarnhitinn er um 60°C   Dreypið soðinu sem myndast í ofnfatinu yfir lærið öðru hverju, eða svona 2-3 sinnum yfir steikingartímann.

Sósan er ákaflega einföld soðsósa. Hellið vökvanum af lærinu í pott í gegnum sigti og hitið að suðu, látið malla við vægan hita í smá stund.  Fyrir þá sem vilja er gott að setja 1 pela að rjóma saman við og hita að suðu. Smakkið til með salti og pipar.

Berið lærið fram með ofnbökuðum rósmarín kartöflum (uppskrift hér), smjörsteiktu grænmeti og sósunni.

IMG_4412

 

 

Þessi færsla var birt í Kjötréttir, Vinsælar uppskriftir og merkt sem , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s