Chia morgungrautur

 Chia fræ hafa verið í tísku um nokkurt skeið og eru hluti af því sem skilgreint hefur verið sem ofurfæða. Chia fræin eru mjög próteinrík, innihalda jafnframt mikið magn omega 3 og 6 fitusýrum, kalki, járni, magnesíum, fosfór, trefjum og andoxunarefnum. Fræin hafa góð áhrif á blóðsykurinn sökum hás innihalds  próteins, trefja og fitusýra. Þau geta allt að 12 faldað þyngd sína ef þau eru látin liggja í vatni í dálitla stund, þau bólgna út og eru mjög seðjandi. Samkvæmt heimildum sem ég hef lesið á netinu má rekja sögu chia fræsins allt aftur til 3500 f.kr. en þau eru sögð hafa verið mikilvægur hluti af fæðu Maya og Azteca.

Sjálf hef fram til þessa ekki verið sérlega hrifin af Chia grautum og átti chia fræ sem voru um það vil að renna út á tíma, þegar ég uppgötvaði töfra þess að blanda þeim saman við bragðgóðan og svolítið þunnan þeyting, setja í skál eða krukku inn í ísskáp yfir nótt,  bæta síðan ferskum ávöxtum og múslí út á grautinn morguninn eftir og ola ……  Fljótlegt, gott, seðjandi og stútfullt af hollustu – eftir þessa uppgötvun hef ég útfært þennan graut á hina ýmsu vegu – og þarf nú að fara út í búð að endurnýja birgðirnar af chia fræjum.

 Uppskrift

  • 1/2 banani vel þroskaður
  • 1/2 dl bláber frosin (eða frosin hindber, mangó eða ananas)
  • 1 msk. möndlusmjör
  • 1 msk. lucumaduft eða 1 tsk. gott hunang
  • 1 1/2 dl. kókosvatn (eða vatn, möndlumjólk, haframjólk)
  • 4 msk. chia fræ

Ofan á 

  • músli, heimagert er best sjá uppskrift hér
  • ferskir ávextir í bitum s.s. jarðarber, mangó eða annað

Setjið banana, frosin bláber, möndlusmjör, lucumaduft og kókosvatna í blandarann og þeytið vel.

 Setjið chia fræin í skál, hellið þeytingnum yfir og hrærið vel saman.

 Látið standa um stund, sjálf útbý ég þetta að kvöldi og geymi í ísskápnum yfir nótt. Hrærið svolítið upp í grautnum áður en hann er borinn fram og setjið múslí og ferska ávexti ofan á – Njótið.  Uppskriftin er miðuð við eina skál – en mjög auðvelt er að stækka hana og aðlaga að smekk hvers og eins.

Þessi færsla var birt í Morgunmatur og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s