Gulrótarterta

IMG_6474Loks kom vorið til Íslands og eins og ávallt þá fyllist ég orku, bjartsýni og framkvæmdagleði þegar hitastigið hækkar og sólin lætur sjá sig.  Í morgun var hitastigið rétt yfir 10˚ C , rigning og maður nánast horfði á gróðurinn í garðinum taka við sér. Laufin á runnum og trjám springa út, mintan, sítrónumelisan og garðablóðbergið kíkja upp úr moldinni og graslaukurinn myndar blómaknúpa sem springa innan skamms.  Það er fátt sem spillir gleðinni, nema þá helst vorkvef sem hefur strítt okkur hressilega síðustu daga – en það mun staldra stutt við. Sólin hefur aftur brotist fram og við sjáum fram á marga góða morgna með kaffi og góðgæti á pallinum.

Önnur uppáhalds-uppskrift fjölskyldunnar er af gulrótarköku og hefur fylgt okkur lengi.  Uppskriftin hefur þróast í gegnum tíðina og í þessari útfærslu er minni sykur en í þeirri upphaflegu.  Stundum bökum við muffins eftir þessari uppskrift –það eina sem breytist er bökunartíminn sem styttist til muna og að sjálfsögðu formin sem eru fleiri og minni.

IMG_6457

Uppskrift

  • 3 egg
  • 3 dl. púðusykur dökkur
  • 5 dl. hveiti
  • 2 tsk. sódaduft
  • ½ tsk. múskat (ég nota alltaf nýmalaða múskathnetu, bragðið er svo miklu betra)
  • 2 tsk. kanill
  • 1 tsk. vanilludropar (heimagerðir eru bestir)
  • 2 ½ dl. olía (bragðlítil)
  • 5 dl. rifnar gulrætur
  • 2 ½ dl. kókosmjöl
  • 1 ½ dl. valhnetur
  • 1 dl. rúsínur

Hræra egg og sykur vel saman.  Blanda hveiti, sódadufti, kanil, múskat og vanilludropum saman við.  Hræra loks varlega saman olíu, kókos, gulrótunum, rúsínum og hnetum.

Baka við 175˚C  í stóru smelluformi (26 cm) í u.þ.b. 45 – 60 mín.

IMG_6462

Rjómaostakrem

  • 200 gr. rjómaostur
  • 100 gr. flórsykur
  • 2 msk. appelínulíkjör eða appelsínusafi

Hrært vel saman og spurt á kökuna þegar hún hefur kólnað

Skreytt með ½ dl. kókosflögum sem ristaðar eru á þurri pönnu og kældar áður en þeim er stráð yfir kremið á kökunni.

IMG_6477

Þessi færsla var birt í Bakstur, Kökur og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Gulrótarterta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s