Ómissandi fylgifiskur pestó-gerðar í Vatnsholti er þessi dásamlegi rjómaostur. Einfalt og gott. Líkt og með pestó-ið þá eru hlutföllin ekki heilög og aldrei alveg þau sömu – í þetta sinn var þó talið, mælt og skráð. Um helgar er þetta gjarnan á árdegisverðar-hlaðborðinu sem við þreytumst ekki á að fá fjölskyldu og vini til að njóta með okkur.
- 200 gr. rjómaostur
- 3 msk. heimagert pestó m/sólþurrkuðum tómötum
- 1 hvítlauksrif
- 12 grænar ólífur
- 12 svartar ólífur
- 6 sólþurrkaðir tómatar
Rjómaostur, pestó og hvítlaukur maukað saman í matvinnsluvél. Ólífur skornar í sneiðar og sólþurrkaðir tómatar í litla bita. Ólífur og tómatar hrært saman við rjómaostamaukið með sleif.
Bakvísun: Hráskinkubollar með eggjum og spínati | Krydd & Krásir