Pavlova m/jarðaberjum og esdragon

IMG_6665Eftir að ég eignaðist iPad opnuðust nýjar víddir varðandi áskrift af erlendum tímaritum. Matartímarit á borð við hin amerísku Bon Appetit og Everyday Food og ástralska Donna Hay fæ ég nú send reglulega á viðráðanlegu verði.  Þetta auðgar svo sannarlega andann í eldhúsinu. Hugmyndin af þessari uppskrift er úr nýjasta Bon Appetit – frá hinni hollensku Yvette Van Boven sem ég hef áður minnst á.  Jarðarberin fékk ég í Frú Laugu á föstudaginn – full stór askja af nýjum íslenskum jarðarberjum á sanngjörnu verði, svo fersk, sæt og góð að það var ekki hægt annað en að freistast. Ferskt esdragon vex nú í kryddjurtabeðinu mínu úti í garði – ég keypti fyrstu plöntuna í fyrra og átti ekki von á að hún myndi koma upp aftur í vor, en mér til mikillar gleði og töluverðrar undrunar þá spratt plantan upp úr moldinni á hæla graslauksins sem ávallt er fyrsti boðberi þess sem sumarið færir okkur – fullt af ferskum og góðum kryddjurtum sem svo einfalt og auðvelt er að rækta.

Pavlovan reyndist ákaflega góð, svo góð að ekki var einn biti eftir þegar borðhaldinu lauk.  Ég á áreiðanlega eftir að baka hana aftur og þá er nú gott að vera búin að koma henni hérna inn þar sem einfaldara að finna hana hér en í öllum Bon Appetit blöðunum á iPadinum.

Uppskrift

  • 3 stórar eggjahvítur
  • 1/2 bolli sykur
  • 1 tsk. fenniku-fræ – létt steytt
  • 3-4 bollar góð jarðaber
  • 1 tsk. fínt rifin börkur af sítrónu
  • 1. msk sítrónusafi
  • 1/3 bolli sykur
  • 1 peli rjómi
  • 150 gr. rjómaostur eða grísk jógúrt
  • 2 msk. esdragon fersk lauf

IMG_0771Hitið ofninn í 120°C.

Þeytið eggjahvítur þar til þær eru nánast stífþeyttar, bætið sykrinum smátt og smátt saman við og stífþeytið. Undir lokin er fennikufræjunum bætt út í blönduna, þau eiga að vera létt kramin, alls ekki steytt í duft. Teiknið hring á bökunarpappír og smyrjið marensinum á hringinn, kantarnir eiga að vera aðeins þykkari en miðjan. Bakið í 2 klst. Slökkvið þá á ofninum og leyfið pavlovunni að kólna í honum.

IMG_0778

Klukkustund áður en kakan er borin fram eru jarðaberin skorin í bita, sítrónusafi, sítrónubörkur og sykur blandað saman í stóra skál og jarðaberjunum blandað saman við. Látið standa í u.þ.b. 30 mínútur.

Þeytið rjómann.  Hrærið rjómaostinn eða grísku jógúrtina vel og blandið þeyttum rjóma saman við.

Smyrjið rjómablöndunni á pavlovubotninn, setjið jarðaberjablönduna ofan á og skreytið með ferskum esdragon laufum.

IMG_6657

Þessi færsla var birt í Bakstur, Eftirréttir, Kökur og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Pavlova m/jarðaberjum og esdragon

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s