Sítrónu og kryddjurta kjúklingur á teini og couscous með bökuðum tómötum og klettakáli

IMG_6685Couscous er skemmtilegt meðlæti sem passar vel með mörgum réttum, bæði fisk- og kjötréttum.  Í kvöld vorum við með grillaðan kjúkling á teini kryddaðan með sítrónu og ferskum kryddjurtum. Meðlætið var enn ein tilraunin með couscous sem í kvöld var einstaklega gott – svo gott að það verðskuldar færslu í bloggheimum.

Uppskrift:

Kjúklingur 

  • 4 kjúklingabringur
  • 2 – 3 rauðar paprikur – skornar í stóra bita
  • 1 – 2 rauðlaukar  – skorinn í báta
  • 2 hvítlauksgeirar – skornir smátt eða marðir í hvítlaukspressu
  • 3 msk. tímian ferskt
  • 2 msk. óreganó – ferskt
  • 1 tsk. cumin – steitt
  • 1 sítróna – safi og rifinn börkur
  • 3 msk. ólífuolía
  • 1 tsk. hunang
  • salt og pipar

IMG_6646

Blandið saman í stórri skál; olíu, hunangi, sítrónusafa og rifnum sítrónuberki, hvítlauk, tímian, óreganó og cumin.  Skerið hverja bringu í u.þ.b. 6 jafnstóra bita, setjið í kryddlögin  og látið standa við stofuhita í 30 – 60 mínútur.

Þræðið kjúkling, papriku og rauðlauk upp á teina og grillið í 15 – 20 mínútur.  Snúið reglulega.  Saltið og piprið eftir smekk undir lok grilltímans – fallegt er að strá ferskum kryddjurtum yfir teinana áður en þeir eru bornir fram.

Couscous með bökuðum tómötum og klettakáli

  • 1 bolli Couscous
  • 2 bollar gott kjúklingasoð
  • 1 msk. góð ólífuolía
  • 1 msk. sítrónusafi nýkreistur
  • 250 gr. konfekt- eða sherry tómatar
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1/2 chilli rauður smátt skorinn
  • 2-3 msk. tímían ferskt
  • 2-3 msk. ólífuolía
  • 2 tsk. gott salt
  • klettakál – hnefafylli

Sjóðið gott kjúklingasoð og setjið couscousið út í – slökkvið undir pottinum og hafið þétt lok á honum.  Látið standa í 10 – 15 mínútur.  Þá er olífuolíu og sítrónusafa hrært saman við couscousið, lokið sett aftur á pottinn og látið bíða þar til tómatarnir eru tilbúnir.

Skerið tómatana í 2 – 4 parta eftir stærð, kremjið hvítlauksgeirana með flötu hnífsblaði og skerið í grófa bita. Blandið tómötum, hvítlauk, chilli, ólífuolíu, tímían, og salti saman í eldfast mót og bakið við 220°C í 15 mínútur.  Kælið í nokkrar mínútur og blandið saman við couscousið.  Setjið í skál og bætið hnefafylli af klettakálið út í.

IMG_6650

IMG_6651

Þessi færsla var birt í Grillréttir, Kjötréttir, Meðlæti og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s