Grófar spelt brauðbollur m/graskersfræjum

IMG_6644Brauðbakstur er heillandi og skemmtileg iðja, gróf, fín, með geri eða gerlaus, súrdeigs, lítil, stór, löng, stutt, bökuð í potti, í formi, á plötu eða steini – jafnvel grilluð- möguleikarnir eru endalausir. Oftast bökum við brauðbollur úr hefðbundnu gerdeigi á þessu heimili, en síðasta eina árið eða svo erum við líka svolítið að leika okkur með súrdeigs-brauðhleifa -þær tilraunir munu án efa rata hér inn síðar.

Þessar bollur eru grófar og góðar og í þeim er lítið ger.  Þær fá að kaldhefast, það er vökvinn er hafður kaldur og deigið fær að hefast yfir nótt.  Tilvalið er að smella í deigið á föstudags- eða laugardagskvöldi og baka bollurnar síðan á laugardags- eða sunnudagsmorgni.   Nýbakaðar bollur með einföldu og góðu áleggi eru himneskur morgunverður og ómissandi á brunch-borðið.

IMG_0781

  • 350 gr. gróft spelt
  • 250 gr. fínt spelt
  • 5 1/2 dl. kalt vatn
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. þurrger
  • 1 tsk. hunang
  • 1 dl. graskersfræ
  • mjólk til að pennsla bollurnar með

Setjið allt í skál nema graskersfræin og hnoðið vel saman.  Breiðið plastfilmu yfir skálin og látið deigið hefast yfir nótt.  Morguninn eftir er deigið slegið niður og mótað í bollur – stærð þeirra fer eftir smekk – okkar eru oftast í minni kantinum, en þannig getum við fengið okkur margar bollur með mismunandi áleggi.

Bollurnar eru penslaðar með mjólk og dýft í graskersfræ.  Bakaðar við 220°C í 15 – 25 mínútur –  fer eftir stærð.

IMG_6639

Þessi færsla var birt í Árdegisverður (Brunch), Bakstur, Brauð, Morgunmatur og merkt sem , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Grófar spelt brauðbollur m/graskersfræjum

  1. Þóra sagði:

    Halló! 🙂

    Er deigið látið hefast við stofuhita eða inni í ísskáp?

    Í þessum skrifuðu orðum er þetta brauðbolludeig að hefast inni í ísskáp hjá mér, vonandi er það rétt, mér fannst að þar sem það er alveg heil teskeið af geri í þeim að þá myndi það alveg blása út ef það væri látið hefast við stofuhita. Ég er vön að gera New York times brauð með 1/4 tsk af geri og láta það hefast við stofuhita í um 18 klst.

    Var að uppgötva þetta ótrúlega girnilega og vandaða matarblogg, ég á án efa eftir að prófa fleiri uppskriftir héðan.

    Takk fyrir mig!

    Kveðja, Þóra

    • berglindolafs sagði:

      Halló og kæra þakkir fyrir hólið 🙂

      Ég hef ekki látið deigið hefast í ísskáp, heldur á köldum stað við opinn glugga í elshúsinu, en deigið á að kaldhefast svo ísskápurinn er örugglega líka í lagi.

      Deigið er frekar blautt, ég hef alltaf smá spelt á borðinu þegar ég móta bollurnar til að þær verði meðfærilegri. Um síðustu helgi bakaði ég þessar bollur og uppgötvaði að ég átti ekki graskersfræ, notaði sólblómafræ í staðinn, bæði í deigið og síðan velti ég þeim upp úr sólblómafrænm áður en ég bakaði bollurnar – get mælt með því, bollurnar voru mjög góðar.
      Gaman að heyra frá þér og gangi þér vel með baksturinn á morgun
      Berglind

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s