Sítrónuterta ala Jamie Oliver

IMG_3441Sumardagurinn fyrsti kom aldeilis með sól og fegurð, mikið er vorið kærkomið þetta árið. Ég hlakka svo til sumarsins, hef sáð fyrir kryddjurtum og salati og get varla beðið eftir að komast út í garð að pota þessu öllu niður.  En í dag fögnum við sumarkomu eins og bökuðum þessa góðu sítrónutertu, en það hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum sem fylgist með skrifunum á þessari síðu að sítrónur eru í uppáhaldi þessar vikurnar. Uppskriftina fann ég í mars blaði Jamie Oliver – þurfti að sjálfsögðu aðeins að breyta henni – Jamie hefur kökuna í 4 botnum – en við bara í tveimur.  Ég bakaði þessa tertu líka um páskana og fann þá út að ég vildi breyta henni aðeins meira til að aðlaga hana að mínum smekk – það gerði ég í dag og útkoman hreint afbragð. Þessi terta verður örugglega bökuð aftur og aftur og það þrátt fyrir að fyrirhöfnin sé dálítil.  Tertan er afbragð sem eftirréttur og eins á kaffihlaðborðið eða sem sæti bitinn á brunch borðið.

IMG_3299Uppskrift 

Marens

  • 2 eggjahvítur
  • 100 gr. sykur

Tertubotn

  • 175 gr. smjör
  • 150 gr. sykur
  • börkur af 2 sítrónum
  • 3 egg
  • safi úr einni sítrónu
  • 175 gr. hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 20 gr. birkifræ

Sítrónusíróp

  • safi úr einni sítrónu
  • 75 gr. flórsykur

Á milli botnanna

  • 2 1/2 dl rjómi þeyttur
  • 1 1/2 dl jógúrt ósætt
  • 150 gr. sítrónusmjör (Lemmon Curd)

Byrjið á að hita ofninn í 140°C.  Finnið til bökunarform – best er að nota 24 – 26 cm springform. Þeytið eggjahvítur í 2-3 mínútur bætið sykrinum smátt og smátt út í eggjahvíturnar og þeytið áfram þar til blandan er stífþeytt.  Teiknið hring á bökunarpappír og smyrjið marensinum á hringinn. Bakið í 1 klst. Takið úr ofninum og látið kólna.  

sitronukaka_1Á meðan marensinn bakast er tertubotninn útbúinn. Byrjið á að þeyta smjörið þar til það er ljóst og létt. Rífið ysta lagið af sítrónunni og blandið saman við sykurinn, hrærið sítrónusykurinn saman við smjörið og bætið síðan eggjunum saman við einu í einu.  Sigtið hveit og lyftiduft og bætið út í. Þá er sítrónusafanum hrært saman við og loks birkifræjunum.  Hækkið ofnhitann í 170°C og bakið tertubotninn í velsmurðu springformi í 25-30 mínútur eða þar til prjónn sem er stungið í kökuna miðja kemur hreinn út. 

Á meðan tertubotninn bakast er sírópið útbúið – það er sítrónusafa og flórsykri hrært saman þar til sykurinn er uppleystur.  Setjið sírópið yfir heitann tertubotninn með skeið, jafnt yfir allan botninn.  Látið tertubotninn kólna.

sitronukaka2Þegar botninn er kaldur má setja tertuna saman.  Þeytið rjómann og hrærið síðan jógurtina saman við hann.  Setjið tertubotninn á fallegan tertudisk, setjið rjómablönduna jafnt yfir botninn, þá er sítrónusmjörið sett jafnt yfir rjómablönduna og loks er marensinn settur ofan á.  Berið tertuna fram, fagnið og njótið 🙂

Þessi færsla var birt í Bakstur, Eftirréttir og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Sítrónuterta ala Jamie Oliver

  1. Bakvísun: Sítrónusmjör (e.Lemon Curd) | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s