Basil pestó – þetta hefðbundna ítalska

Basil-pestó Hefðbundið ítalskt basilpestó er ómótstæðilegt. Á þessum árstíma er upplagt að rækta basil í gluggakistum, það er of viðkvæmt til að fara út í íslenskt sumar – en þrífst mjög vel í glugga.  Ég man eins og gerst hefði í gær þegar ég fyrst bragðaði ferkst pestó. Það var í fyrstu heimsókn minni til Mílanó og síðan eru liðin mörg ár. Enn er ferskt basil-pestó í miklu uppáhaldi. Ég nota það ekki bara út á pasta, heldur líka sem álegg á brauð, út á góða ítalska grænmetissúpu, á fisk og eins og í kvöld á grillaða papriku – set uppskriftina af henni inn á morgun.  Eins og svo oft í uppskriftunum mínum eru hlutföllin ekki heilög og það reyndi svolítið á að þurfa að skrá nákvæmlega niður hlutföll og grömm þegar þetta pestó var útbúið, held að það hafi tekist í þriðju tilraun. Galdurinn felst í góðu hráefni, fersku basil, ekta parmesan osti, góðum furuhnetum og síðast en ekki síst gæða-olífuolíu.

BasilHér er mynd af basil-plöntunum mínum eða því sem eftir var af þeim þegar búið var að útbúa pestó-ið – gleymdi að taka mynd áður. Myndarplöntur sem gefa mikið af sér – enda dekrað við þær.

IMG_4503Uppskrift

 • 50 – 60 gr. basil
 • 50 gr. furuhnetur ristaðar á þurri pönnu
 • 50 gr. parmegiano reggiano ostur rifinn
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 – 1 1/2 dl. ólífuolía
 • pipar og salt

IMG_4504Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. Kryddið með pipar og salti, en athugið að fara sparlega með saltið, osturinn er svolítið saltur og því þarf ekki mikið til viðbótar.

Þessi færsla var birt í Árdegisverður (Brunch), Ítalskir réttir, Pestó, sultur og chutney og merkt sem , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

6var við Basil pestó – þetta hefðbundna ítalska

 1. Bakvísun: Grillaðar fylltar paprikur | Krydd & Krásir

 2. Bakvísun: Kjúklingur með pestó og ricotta osti | Krydd & Krásir

 3. Bakvísun: Kjúklingur með pestó og ricotta osti | Krydd & Krásir

 4. Bakvísun: Brauð með ricotta, sætum kartöflum og pestó | Krydd & Krásir

 5. Bakvísun: Spínat lasagne með ricotta, pestó og furuhnetum | Krydd & Krásir

 6. Berglindol sagði:

  Endurbirti þetta á Krydd & Krásir and commented:

  Klassík og nú þegar bjart er allan sólarhringinn þá vaxa basilplönturnar eins og arfi – bara muna að hafa þær á björtum stað og vökva vel – mínar eru í suðuglugga og eru vökvaðar daglega

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s