Salat með heitreyktri gæsabringu

Salat.m.heitreyktrigaesabringuÞetta salat rekur uppruna sinn til góðs vinar, veiðimanns og eðal-kokks sem hefur það að aðalstarfi að kvikmynda – Jón Víðir Hauksson. Jón Víðir er mikill smekkmaður á mat og  ástríðan sem hann setur í matargerðina skilar sér í réttum sem eru töfrum líkastir. Ég man ekki hve mörg ár eru síðan hann útbjó salat líkt þessu fyrir okkur, en svo gott var salatið að við höfum árlega reynt að herma það og gott ef ekki náð nokkurn vegin að leika það eftir. Ég á vart nægjanlega lýsandi orð yfir bragðgaldrana sem leynast í þessu salati – ég skora því bara á ykkur að prófa.  Hlutföllin eru ekki heilög, en fyrsta flokks hráefni og góður félagsskapur er nauðsyn.

Hráefni heitreykt gæsabringusalatUppskrift

 • 1 heitreykt gæsabringa, skorin í örþunnar sneiðar
 • 100 gr. blandað gott salat, klettkál er að okkar mati nauðsynlegt í blönduna
 • 100 gr. hindber eða jarðarber
 • 100 gr. bláber
 • 3-5 gráfíkjur, þurrkaðar, skornar í þunnar sneiðar
 • 3-5 döðlur, skornar í þunnar sneiðar
 • 60 gr. gráðsostur
 • 60 gr. pekan hnetur
 • 1 msk. tamarin sósa

Bláberja-dressing (vinaigrette) 

 • 1/2 dl. olífuolía
 • 1 msk. bláberja- eða rauðvínsedik
 • 1 msk. balsamik edik, ath. gæða edik tryggir mun betri dressingu
 • 2 msk. bláberjasulta
 • salt og pipar

Gæsabringurnar heitreykjum við í félagi við vini okkar, en ég hef áður skrifað um villbráðar-gourmet-daginn okkar hér.  Ég hef séð heitreyktar gæsabringur til sölu í Ostabúðinni á Skólavörðustíg og í Kjöt og fisk á Bræðraborgarstíg, eflalítið er unnt að nálgast þær í fleiri sælkeraverslunum.

Byrjið á að útbúa dressinguna. Setjið allt hráefnið í skál og þeytið saman með gaffli.

Ristið pekan-hneturnar á heitri pönnu í nokkrar mínútur, gætið þess að standa yfir þeim allan tímann svo þær brenni ekki.  Undir lokin hellið einni msk. af tamarin sósu út á pönnuna og hristið saman þar til sósan hefur þakið allar hneturnar og þornað á þeim.  Kælið og saxið mjög gróft.

Raðið salatinu fallega á fat.  Skerið gæsabringuna, gráfíkjur og döðlur í þunnar sneiðar og blandið fallega saman við salatið á fatinu. Raðið fersku berjunum yfir, myljið því næst gráðostinum yfir, stráið gróft söxuðum hnetunum yfir og dreypið loks bláberja-dressingunni yfir salatið – sjálf set ég um það bil helminginn yfir salatið, en ber hinn helminginn með í skál svo hver og einn bæti út á að eigin smekk.

Berið fram sem forrétt eða smárétt.Heitreykt gæsabringusalat

Þessi færsla var birt í Forréttir, Salat, Smáréttir, Villibráð og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s