Mexíkósk tómat- og svartbaunasúpa

Mexíkósk tómat- og svartbaunasúpa Á fyrsta degi ársins 2015 settist Vatnsholts-fjölskyldan niður yfir síðbúnum morgunverði og fór á smá leik Leikurinn snerist um að setja okkur markmið fyrir komandi ár, bæði einstaklings-markmið en líka fjölskyldu-markmið. Eitt af fjölskyldu markmiðunum fyrir árið 2015 er að elda og borða oftar grænmetisrétti. Til þess að fara nú alveg eftir bókinni varðandi markmiðasetninguna þá þurftu öll markmiðin okkar að vera raunhæf, tímasett og mælanlegt (oj ég veit að þetta hljómar ekki mjög skemmtilegt, heldur þvert á móti alltof skynsamlegt og rúðustrikað – en vitið til þetta var mjög skemmtilegt – enda öll markmiðin sem sett voru þennan dag á þann hátt að þau hvetja okkur til að láta drauma okkar rætast og verða betri manneskjur 🙂 Sem dæmi ætlum við ekki bara að elda og borða oftar grænmetisrétti, heldur ætlum við líka að hlaupa í litamaraþoninu, ganga saman yfir fimmvörðuháls, táningurinn ætlar að fara sem skiptinemi í heilt ár og sjálf ætla ég að láta gamlan draum rætast núna í vor – þið fáið vafalaust að heyra meira af því síðar.

Núna eldum við grænmetisrétt að lágmarki einu sinni í viku – rúmur mánuður liðinn af árinu og þetta er bara skemmtilegt. Táningurinn tekur þátt af heilum hug og er mun spenntari fyrir grænmetisréttunum nú en áður, enda tekur hún mikinn þátt í að velja þá. Við reynum að finna okkur tíma á sunnudagseftirmiðdögum til þess að skipuleggja vikumatseðilinn fyrir vikuna framundan nokkurn veginn. Á þann hátt verður töluvert einfaldara að kaupa inn, elda og finna tíma til að setjast saman í dagslok yfir góðri máltíð og fara yfir það sem á dag okkar hefur drifið.

Ein af nýju bókunum í matreiðslubókasafninu okkar veitir okkur mikinn innblástur en það er bók Hugh Franley-Whittingstall -River Cottage – Veg everyday! – Mæli með River Cottage bókunum þær eru hreint dásamlegar – þessi súpa er einmitt innblásinn úr áðurnefndri bók.

Mexíkósk súpa - hráefniUppskrift

  • 2 msk. olífuolía
  • 2 rauðlaukar, smátt skornir
  • 3 hvítlauksgeirar, marðir undir hnífsblaði og saxaður smátt
  • 1 grænn chili – fræhreinsaður og smátt skorinn
  • 1 tsk. broddkúmen
  • 1 msk. oreganó
  • 1 tsk. hunang
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 2 msk. tómatpúrra
  • 750 ml. grænmetissoð
  • 1 dós svartar baunir – eða um 250 gr. soðnar
  • safi úr einni sítrónu eða lime
  • salt og nýmalaður pipar
  • nokkrar msk. af ferskum söxuðum kóríander

Ofan á hverja skál (eftir smekk og birgðarstöðu)

  • u.þ.b. 1 msk. grísk jógúrt
  • 1 tsk. saxað kóríander
  • 1 tsk. smátt saxaður rauðlaukur
  • 1 tsk. smátt saxaður avakadó

Ath. að taka smávegis frá af lauknum til að nota ofan á hverja súpuskál þegar súpan er borin fram.

Hitið olíuna í potti og látið laukinn malla við vægan hita í olíunni í um það bil 5 mínútur. Bætið hvítlauk, grænum chili og steyttu broddkúmeni út í og látið malla í 1-2 mínútur til viðbótar.

Næst er oreganó, hunang, niðursoðnir tómatar, tómatpúrra og grænmetissoðinu sett út í pottinn. Kryddað með salti og pipar og látið malla við hægan hita í 10 mínútur.  Bætið svörtu baununum út í og látið malla áfram í 5 mínútur. Þá er sítrónusafa og ferskum kóríander hrært saman við súpuna og hún smökkuð til með salti og pipar.

Berið fram með smávegis af grískri jógúrt og eftir smekk; söxuðum kóríander, rauðlauk og avakadó.

IMG_7678

 

 

Þessi færsla var birt í Grænmetirréttir, Mexikóskir réttir, Súpur og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s