Það er bæði fljótlegt og einfalt að útbúa góðan morgunþeyting (boost, smoothie) sem er stútfullur af næringu og endist manni vel inn í daginn. Ekki er verra að blanda svolitlum kærleika og jafnvel ást út í drykkinn um leið og honum er hellt í glösin. Elsku táningurinn minn er að læra fyrir menntaskólapróf og það reynir stundum á. Þá er gott að hefja daginn með hollum og góðum morgundrykk, smá knúsi og helling af kærleika og ást.
- 1 dl. bláber (frosin)
- 1 dl. hindber (frosin)
- 1 dl. mangó (frosin)
- 1 banani
- 2 döðlur
- 4 msk. hafrar
- 2 tsk. möndlusmjör
- 1 bolli kalt vatn
- 1 tsk. hamfræ ofan á hvert glas
Setjið allt í blandarann og blandið vel saman. Ef til vill þarf að setja meiri vökva. Hellið í falleg glös og njótið. Ég set ég eina tsk. af hampfræjum ofan á hvert glas – það er bæði smart og gott. Ég kann betur að meta hnetukeiminn sem er af hampfræjunum,þegar þau eru heil og sett í drykkinn eftir að honum hefur verið helt í glösin. Hampfræin eru, eins og ég hef áður sagt frá, ákaflega næringarrík, innihalda meðal annars mjög hátt hlutfall próteina og eru stútfull af omega 3 og 6 fitusýrur – góðar fyrir heilastarfssemina, húðina og hárið 🙂