Brauð með ricotta, sætum kartöflum og pestó

Um helgar er gaman að hafa aðeins fyrir hádegis- eða árdegisverðinum.  Þetta er nýji uppáhalds rétturinn okkar, sætar karöflur, ricotta og pestó á góðu súrdeigsbrauði – hreint afbragð. Uppskrift (fyrir 4)

  • 1 sæt kartafla
  • 1 msk. olífuolía
  • 1 tsk. ferskt tímían
  • salt og pipar
  • 4 sneiðar súrdeigsbrauð
  • Basil – pestó, heimagert er best, sjá uppskrift hér
  • Ricotta ostur
  • salat og ef til vill falleg æt blóm og ber

Hitið ofninn í 180°C

 Skrælið sætu kartöfluna og skerið í fremur litla bita , ca 1 x 1 cm. Setjið kartöflubitana í ofnfast form, hellið olíu yfir kryddið með salti, pipar og tímían og blandið vel saman.  Bakið í ofni í 12 – 15 mínútur.

 Grillið eða ristið brauðsneiðarnar, smyrjið um það bil 1 tsk. af pestó á hverja þeirra. Setjið u.þ.b. 2 msk. af ricotta osti á hverja brauðsneið.  Skiptið bökuðum sætum kartöflubitum á milli sneiðanna og dreypið svolitlu af pestó yfir.  Kryddið með svolitlu af salti og pipar.

Þessi færsla var birt þann Árdegisverður (Brunch), Smáréttir, Vinsælar uppskriftir. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd