Ricotta ostur – heimagerður

 Vatnsholtsgengið er mjög hrifið af Ítalíu og ítölskum mat og hefur farið í ófáar sumarleyfis- og skíðaferðir þangað.  Við erum svo heppin að eiga ítalska dóttur hana Carlottu sem dvaldi hjá okkur í eitt ár fyrir nokkrum árum og heldur mjög góðu sambandi við okkur – kemur um það bil árlega til okkar, velbirg af ítölsku góðgæti og kennir okkur þá alltaf eitthvað nýtt í eldhúsinu. Ricotta ostur er eitt af því hráefni sem oft hefur reynst snúið að finna hér á landi og því var það hrein dásemdar uppgötvun þegar ég komst að því hve einfalt er að útbúa hann heima. Carlotta okkar kenndi okkur það síðast þegar hún var hjá okkur og eins fór ég á námskeið hjá Salt -eldhúsi þar sem farið var yfir nokkra tegundir af ostum sem einfalt er að útbúa.  Hér er galdurinn að gæta að sérstaklega vel að hreinlætinu.  Ég sýð grisjuna alltaf og passa upp á að setja hitamælinn í soðna vatnið til að hann sé örugglega hreinn áður en ég byrja.  Ricotta er notaður í mjög marga ítalska rétti, bæði í bakstur og mat.  Í þetta sinn útbjó ég þennan fyrir grænmetislasagne – sem birtist sem næsta færsla.

 Uppskrift 

  • 3 l. mjólk
  • 1 tsk. sítrónusýra (eða 4-5 msk. borðedik)
  • 1 -2 tsk. salt

Áhöld 

  • Góður pottur með þykkum potti
  • Hitamælir
  • Sigti
  • Grisja/ostaklútur

Setjið mjólk, sítrónusýru (eða borðedik) í pott.

 Hitið við vægan hita þar til hitamælirinn sýnir 90°C – þetta getur tekið allt að 45 mínútur.  Takið pottinn af hitanum og látið standa í 10 mínútur.

 Setjið sigti yfir skál og leggið sótthreinsaðan grisjuklút ofan í sigtið.  Fleytið ostinn yfir í klútinn með gataspaða. Leggið horn klútsins yfir ostinn til að hylja hann og leyfið mysunni að leka af honum í um 5-15 mínútur, eða lengur ef óskað er eftir þurrari osti. Stráið salti yfir ostinn og veltið honum rólega um.

 Nú er osturinn tilbúin til notkunar hvort sem er hreinn í bakstur eða mat, eins má krydda hann eftir smekk og nota ofan á ost eða brauð.

Þessi færsla var birt í Annað, Vinsælar uppskriftir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Ricotta ostur – heimagerður

  1. Bakvísun: Spínat lasagne með ricotta, pestó og furuhnetum | Krydd & Krásir

  2. Bakvísun: Grænmetisbaka undir miðjarðarhafsáhrifum | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s