Um helgar er gaman að hafa aðeins fyrir hádegis- eða árdegisverðinum. Þetta er nýji uppáhalds rétturinn okkar, sætar karöflur, ricotta og pestó á góðu súrdeigsbrauði – hreint afbragð.
Uppskrift (fyrir 4)
- 1 sæt kartafla
- 1 msk. olífuolía
- 1 tsk. ferskt tímían
- salt og pipar
- 4 sneiðar súrdeigsbrauð
- Basil – pestó, heimagert er best, sjá uppskrift hér
- Ricotta ostur
- salat og ef til vill falleg æt blóm og ber
Hitið ofninn í 180°C
Skrælið sætu kartöfluna og skerið í fremur litla bita , ca 1 x 1 cm. Setjið kartöflubitana í ofnfast form, hellið olíu yfir kryddið með salti, pipar og tímían og blandið vel saman. Bakið í ofni í 12 – 15 mínútur.
Grillið eða ristið brauðsneiðarnar, smyrjið um það bil 1 tsk. af pestó á hverja þeirra. Setjið u.þ.b. 2 msk. af ricotta osti á hverja brauðsneið. Skiptið bökuðum sætum kartöflubitum á milli sneiðanna og dreypið svolitlu af pestó yfir. Kryddið með svolitlu af salti og pipar.