Sítrus-grafinn lax

IMG_7764Sumarið er tíminn…..  til að njóta, veiða, þeysa um á nýja hjólinu í spandex buxum með rassapúða, ganga á mörg fjöll, búa til veg í sveitinni, finna vatn, byggja sumarhús, elda góðan mat, róta í moldinni, rækta blóm, grænmeti, kryddjurtir en fyrst og síðast rækta fjölskyldu og vini. Allt þetta og meira til hyggst ég stunda af mikilli alúð í sumar.

Síðasta sumar fór ég í eina af hinum margrómuðu laxveiðiferðum með veiðihópnum mínum. Það besta við þessar ferðir er vinskapurinn, útiveran, maturinn og hamingjustundirnar við árbakkann – eða það taldi ég mér alltaf trú um allt þar til ég loksins fékk Maríulaxinn í fyrra. IMG_2480Þá fyrst fékk ég að vita hvað er best við þessar veiðiferðir – þvílíkt kikk, þvílík hamingja og þvílíkur lax. Ég hef aldrei á ævinni séð jafn fallega hrygnu, 64 cm og 2.850 gr. veidd í dásemdarhyl í Eysti Rangá. IMG_2488Ég naut leiðsagnar besta veiðileiðsögumaður sem ég hef nokkurn tíma haft, hann gætti þess að leiðbeina á þann hátt að sjálfstraustið hélt allan tímann, veitti stuðning og leiðsögn án þess að grípa inn í þegar kappið var alveg að fara með mig, þá er mikilvægt að draga andann djúpt og bregðast rétt við – vá þvílík upplifun.

Það sem ég vandaði mig síðan við að velja hvernig laxinn var eldaður. Ég las mjög margar uppskriftir og langaði helst að gera 25 rétti úr þessum eina fisk.  En loks lét ég verða að því að afþýða og flaka dásemdina, annað flakið var grillað á viðarplanka sem ég mun gera skil í næstu færslu.  Hitt flakið var sítrusgrafið – alger snilld, borið fram sem forréttur með góðu brauði og einfaldri jógúrt sósu.  Nú vona ég bara að ég nái að veiða nokkra laxa í sumar svo ég geti endurtekið þessa uppskrift og haldið áfram með tilraunirnar 23 sem ég á eftir að framkvæma.

Sítrusgrafinn lax - hráefniUppskrift 

  • 1 laxaflak u.þ.b. 1 kg.
  • 100 gr. gróft sjávarsalt
  • 75 gr. hrásykur
  • rifinn börkur af 1/2 lime (lífrænt)
  • rifinn börkur af 1/2 sítrónu (lífræn)
  • rifinn börkur af 1/2 appelsínu (lífræn)

Blandið salti og sykri saman.

Sitrusgrafinn lax 1Hreinsið og þerrið flakið.  Ég reif börkinn beint yfir flakið, en það má að sálfsögðu blanda berkinum saman við salt og sykurblönduna.  Stráið salt og sykurblöndunni yfir allt flakið þannig að blandan þeki allt flakið vel.

Sítrusgrafinn lax 2Vefjið í plastfilmu, setjið á fat og inn í kæli í 24 klst.  Margar leiðbeiningar segja að maður eigi að fergja flakið, en ég vafði það bara vel inn og lét það duga með góðum árangri.

Sítrusgrafinn laxEftir sólahring er flakið tekið úr kæli og hreinsað og þerrað vel.  Grafinn lax er unnt að geyma í kæli í allt að 2 vikur, en þessi var svo góður að hann var löngu búin áður en sá tími kom 🙂

Við bárum hann fram skorinn í örþunnar sneiðar, sem við settum ofan á gott súrdeigsbrauð, mæli með bragðmildu brauði t.d. bagettu, einfaldri jógúrtsósu eða sýrðum rjóma, skreytt með ferskum kryddjurtum og ætum blómum.Sítrusgrafinn lax

 

Þessi færsla var birt í Fiskur og sjávarfang, Forréttir, Smáréttir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Sítrus-grafinn lax

  1. Bakvísun: Grillaður lax á viðarplanka með melónusalsa | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s