Grillaður lax á viðarplanka með melónusalsa

IMG_7719Maríulaxinn minn verðskuldar svo sannarlega tvær færslur. Eins og fram kom í fyrri færslunni þá hefði ég gjarnan viljað gera 25 rétti úr þessari dásemd, enda fallegasti lax sem ég hef augum litið og bragðgæðin alveg í takt við útlitið 🙂

Réttirnir tveir sem verðskulduðu Maríulaxinn eru ákaflega ólíkir, en hvor öðrum betri.  Sítrusgrafni laxinn sem ég skrifaði um í gær í þessari færslu hér er hrein dásemd og þessi uppskrift sem hér birtist er ekki síðri þó ólík sé. Reyndar spilar börkur af sítrusávöxtum stóran þátt í báðum uppskriftum, enda má segja að sítrónur geri nánast allt bæði fallegra og betra, þess vegna byrja ég nánast hvern dag á að drekka 1/2 vatnsglas með nýkreistum safa úr hálfri sítrónu út í. Og já elsku Gunna vinkona, ég passa vel að drekka súran vökvann í einum teig, drekka annað glas af hreinu vatni strax á eftir og bursta ekki tennurnar fyrr en þessi athöfn er yfirstaðinn svo sýran skemmi ekki tennurnar 🙂

Þessa uppskrift má aðveldlega heimfæra upp á silung líka ef þið liggið ekki á villtum lax, svo ekki sé minnst á Maríulax 🙂    Ég hlakka óendanlega til veiðiferðar okkar stelpnanna í ár sem í þetta sinn verður í Langá. Ég krossa fingur þegar ég hugsa um mögulega veiði sem ég veit þó af töluverðri reynslu að er ekki alveg gefið – en það leikur enginn vafi á því að við munum skemmta okkur konunglega – hamingjustundirnar við árbakkann verða engu líkar og innistæðan í minningarbankanum mun vaxa til muna.

plankagrillaður lax og melónusalsa - hráefniUppskrift (f.4) 

  • 1 viðarplanki (ómeðhöndlaður viður sem ætlaður er til að grilla á t.d. sítrusviður)
  • 1 laxaflak, ríflega 1 kg.
  • 1/2 rauður chili, mjög smátt saxað
  • rifinn börkur af 1/2 lime (lífrænt)
  • rífinn börkur af 1/2 sítrónu (lífræn)
  • 2 tsk. sesamfræ
  • olífuolía
  • gott sjávarsalt og nýmalaður pipar

Melónusalsa

  • 1/2 vatnsmelóna
  • 1 mangó
  • 1/2 rauður chili
  •  8-10 strá af graslauk
  • 75 gr. fetakubbur
  • 1 lime, safi
  • 1 msk. hlynsíróp
  • örlítið salt og nýmalaður pipar

Byrjið á að leggja viðarplankann í bleyti í lágmark 30 mínútur.

Melónusalsa; skerið melónuna í litla bita og hreinsið steinana úr ef þörf er á.

MelonusalsaSkerið mangó í litla bita u.þ.b. sömu stærð og melónubitarnir.

Saxið chili mjög smátt og graslaukinn fremur smátt.  Fetakubburinn er skorinn í bita.  Hrærið limesafa og hlynsírópi saman þar til sírópið er uppleyst.  Blandið öllu saman, saltið og piprið.

Plankagrillaður lax;  Lax - flakaðurVið byrjuðum á að flaka þennan fallega Maríulax.

Gætið þess að grillið sé miðlungsheitt.  Takið viðarplankann úr bleyti eftir að lágmarki 30 mínútur, leggið laxaflakið á plankann, penslið flakið með góðri olíu. Rífið börkinn af sítrusávöxtunum yfir flakið, stráið smátt söxuðum rauðum chili yfir, kryddið með salti og pipar og loks er sesamfræum stráð yfir flakið.

plankagrillaður laxSetjið plankann á grillið og lokið grillinu. Gætið þess að grillið sé ekki of heitt, þá getur kviknað í plankanum – fylgist vel með, plankinn á að reykja vel, en ekki loga 😉

Grillið í 10 – 12 mínútur eða þar til þið teljið að flakið sé næstum því tilbúið.  Takið þá plankann af grillinu og berið fram með melónusalsa og ef vill einföldu grænu salati og karöflum.

 

Þessi færsla var birt í Fiskur og sjávarfang, Grillréttir, Uncategorized og merkt sem , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s