Chili Con Carne ala Jamie Oliver

IMG_6539Jamie Oliver hefur lengi verið mikill heimilisvinur – við eigum margar af bókunum hans, nokkra CD diska með þáttunum hans og Fifteen er einn af uppáhalds-veitingastöðunum mínum í London. Jamie er ekki bara skemmtilegur kokkur, hann er mikill hugsjónarmaður sem gaman er að fylgjast með. Uppskriftin af þessu Chili Con Carne á rætur að rekja til Jamie – grunnurinn er í einni af fyrstu bókunum sem hann gaf út – Happy Days with Naked Chef.   Eins og ávallt þá þróast uppáhalds-uppskriftir sem eldaðar eru reglulega og verða ef til vill aldrei alveg eins – þetta er ein þeirra.  Tilvalin uppskrift í veislur og stór matarboð.  Auðvelt er að taka tillit til margra þátta – þannig minnkum við chilli magnið töluvert þegar von er á (h)eldri gestum eins og raunin var nú í vikunni þegar við buðum upp á þennan rétt í 81 árs afmælis-kvöldverði elskulegrar tengdamóður minnar. Galdurinn er að lesa í aðstæður og hráefnið í hvert sinn og leika svolítið af fingrum fram.  Magnið er auðvelt að auka ef von er á mörgum gestum – við þrefölduðum þessa uppskrift nú í vikunni og elduðum réttinn kvöldið áður en matarboðið var haldið, á þann hátt verður bragðið dýpra og enn betra.

Uppskrift fyrir u.þ.b. 4

 • 1 stór laukur
 • 1 hvítlauksrif
 • 1 rautt chili
 • 1 – 2 tsk. chiliduft
 • 1 tsk. broddkúmen
 • 1/2 kanilstöng
 • sjávarsalt
 • nýmalaður pipar
 • 450 gr. gott nautahakk
 • 100 gr. sólþurrkaðir tómatar í olíu
 • 2 dósir niðursoðnir tómatar
 • 3 dl. vatn
 • 400 gr. nýrnabaunir (eða 2 dósir niðursoðnar)

Skerið laukin smátt og steikið í olíu á góðri pönnu við lágan hita þar til hann verður gullinn. Bætið hakkinu á pönnuna, hækkið hitann og steikið.  Hakkið sólþurrkuðu tómatana í olíunni í smástund í kvörn og setjið út á pönnuna ásamt tómötunum í dósinni, hvítlauk og kryddi og vatni.  Best er að nota kúmen-fræ og rista þau á þurri pönnu og steita þau í mortéli áður en þeim er bætt á pönnuna, en þetta er útúrdúr – ekki nauðsynlegur, en gefur meiri dýpt. Látið suðuna koma upp, setjið þétt lok á pönnuna og látið malla í 1 og 1/2 klukkustund við lágan hita eða setjið í pott sem unnt er að setja inn í ofn og bakið í ofninum við 150 gr.C.  Bætið nýrnabaununum í pottinn eða pönnuna 30 mín. áður en suðutímanum er lokið -þær eru soðnar og þurfa einungis að hitna.  

Þessi réttur er betri ef hann er búinn til daginn áður en hann er borinn fram, þá fær bragðið tíma til að styrkjast og verður betra.  Þetta er því þægilegur réttur ef von er á gestum í mat og tilvalinn í fjölmennar veislur, en hentar líka sem fjölskylduréttur.

Berið fram með góðu guacamole, heimagerðu salsa, jógúrt, hrísgrjónum, grænu salati, nachos og góðu brauði.  Athugið að ekki er nauðsynlegt að bjóða upp á allt þetta meðlæti – nægjanlegt er velja tvennt eða þrennt – en í stórum veislum er gaman að hafa nægilegt úrval sem er einfalt að útbúa fyrirfram.

IMG_6525

Þessi færsla var birt í Mexikóskir réttir og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

3var við Chili Con Carne ala Jamie Oliver

 1. Brynja sagði:

  mmmm…. guacamole og salsa lítur líka rosalega vel út, gaman að hlera uppskrifitrnar þínar af þvi 🙂

 2. Bakvísun: Guacamole | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s