Guacamole

IMG_3556Ef þið hafið ekki bragðað heimagert guacamole þá skora ég á ykkur að láta ekki líða á löngu áður en þið látið verða að því. Það er ekkert líkt því sem selt er tilbúið í krukkum út í búð  og auðvitað ólíkt betra og hollara. Uppistaðan er velþroskað avacadó sem nú er auðvelt að nálgast í helstu verslunum hér í Reykjavík í það minnsta. Guacamole er ómissandi með tacos, questillas, Chili con Carne og á Mexikóskt smáréttaborð. Uppskriftin er eins og svo oft ekki heilög hvað varðar hlutföll og um að gera að breyta henni til að aðlaga að eigin smekk. Ferskt chili er missterkt og því er betra að byrja með minna magn og bæta frekar við smátt söxuðu chili eftir smekk hvers og eins.

IMG_3528Uppskrift

  • 2-3 avakadó – vel þroskuð
  • 1-2 tómatar
  • 1/2 – 1 rauðlaukur
  • 1/2 – 1 rauður chili
  • ferskt kóríander – u.þ.b. 1 hnefafylli
  • safi úr 1/2 – 1 lime
  • sjávarsalt og nýmalaður pipar

IMG_3548Skerið tómata, lauk og chili mjög smátt. Saxið ferska kóríander.

IMG_3545Stappið avakadó og kreistið lime safann yfir.

IMG_3549Blandið öllu vel saman og kryddið með salti og pipar e. smekk. Smakkið til með chili og/eða limesafa.

IMG_3558Berið fram ásamt góðri mexíkóskri salsa með questillum eða tortilla flögum, taco, Chili con Carne og/eða sem hluta af mexikósku hlaðborði.

Þessi færsla var birt í Meðlæti, Mexikóskir réttir, Smáréttir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

4var við Guacamole

  1. Sigríður Guðnadóttir sagði:

    Takk fyrir frábæra síðu.
    Ég datt inn á hana fyrir tilviljun og ég hef bara ekki geta hætt að skoða og sleikja útum og slefa. Mig langar að spyrja þig varðandi pizzadeigið. Þú segir það duga í 4 9″ pizzur nú erum við bara 2 get ég helmingað efnið og haft þá bara 2 pizzur. Get ekki beðið eftir því að prófa.

    Bestu kveðjur
    Sigríður Guðnadóttir

    • berglindolafs sagði:

      Sæl Sigríður – Gaman að heyra frá þér. Sjálf hef ég ekki minnkað uppskriftina af pizzubotninum en oft stækkað hana. Það á hins vegar að vera alveg í lagi að minnka hana um helming. Stundum verður afgangur af deiginu hjá okkur á föstudagskvöldum, en þá set ég það í skál, plastfilmu yfir og geymi í ísskápnum í 1 – 3 daga og baka úr því foccasia brauð. þá tek ég deigið úr ísskápnum, leyfi því að ná herbergishita, flet það síðan út svolítið þykkara en pizzabotn, pennsla með góðri olífuolíu, krydda með góðu sjávarsalti og rósmarín eða því sem til er og hentar hverju sinni. Baka síðan við háan hita 220 gr. þar til það er gullið á litinn – u.þ.b. 10 mín eða svo og ber fram með mat eða á árdegisverðarborðið
      Gangi þér vel og góða skemmtun 🙂

  2. Sigríður Guðnadóttir sagði:

    Takk aftur…þarna komstu með frábæra hugmynd, nota afgangin í brauð til að hafa með Chili Con Carne.

    Takk takk hlakka mikið til að prófa

    Kv. Sigríður

  3. Bakvísun: Grænmetis Chili með sætum kartöflum (Chili sin Carne) | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s