Fiskisúpa

IMG_6629Fáar súpur toppa góða fiskisúpu. Létt en þó saðsöm og stútfull af hollustu sem börn og fullorðnir kunna vel að meta.  Þetta er einföld uppskrift sem gott er að grípa í þegar tíminn er naumur  – hráefnalistinn er einungis til viðmiðunar, það gerir lífið bara skemmtilegra að nýta og nota það sem til er hverju sinni og prufa sig áfram. Ég fór í kistuna og fann til sjávarfang sem beið eftir að komast í súpu og í grænmetisskúffunni okkar er nú oftast til laukur, gulrætur og paprika. Graslaukurinn í garðinum kallar á mig á hverjum degi  svo fagurgrænn og bústinn sem hann er orðinn.  Ég stelst líka í steinseljuna sem brýst úr moldinni en þyrfti að fá smá frið í viku eða tvær til að verða að myndarlegum brúski -vonandi lifir hún þetta áreiti af.  Þessar æfingar að skrifa niður uppskriftirnar um leið og eldað er reynir svolítið á um leið og ég skemmti mér konunglega við þessar æfingar sem matarbloggið er – hvur veit hvert þetta leiðir, en á meðan þetta er skemmtilegt þá mun ég halda þessu áfram.

IMG_6608Uppskrift fyrir 4

  • 700 gr. fiskur og sjávarfang að eigin vali, ýsa, þorskur, lax, silungur, rækjur, hörpuskel
  • 1 msk. olífuolía
  • 1 laukur smátt saxaður
  • 1 stöngull sellerí skorinn í bita
  • 2 hvítlauksgeirar skornir mjög smátt
  • 2 gulrætur skornar í litla teninga
  • 1/2 chilli kjarnhreinsað og skorið mjög smátt
  • 2 tsk. fiskikrafur
  • 1 tsk. gott fiskikrydd (ég nota krydd sem ég keypti á markaði í Marrakesh -Pottagaldrar eru líka með gott krydd)
  • salt
  • pipar nýmalaður
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 8 dl vatn
  • 1-2 dl. rjómi (má sleppa – hann var bara til í ísskápnum í dag)
  • 1 papríka kjarnhreinsuð og skorinn smátt
  • graslaukur og steinselja skorin smátt

Mýkið laukinn, selleríið og hvítlaukinn í ólífuolíunni við vægan hita. Bætið gulrótum, chilli og kryddi saman við og steikið í smá stund við vægan hita.  Setjið tómata, vatn og fiskikraft út í pottinn og látið malla í 15 mínútur. Bætið loks rjóma og fisk út í og leyfið suðunni að koma upp – en ekki sjóða súpuna lengi – við viljum alls ekki að fiskurin verði ofsoðinn.  Stráið papriku, graslauk og steinselju yfir áður en súpan er borin fram.

IMG_6619

Með súpunni bárum við fram snittubrauð frá Ásgeiri í Sandholsbakaríi – súrdeigsbrauð sem keypt var fyrir 5 dögum og var ennþá mjög gott – sérílagi þegar búið var að meðhöndla það á eftirfarandi hátt:

  • kljúfa í tvennt
  • skera í stóra bita
  • grilla í ofni í nokkrar mínútur
  • nudda með hvítlauksrifi sem skorið var í tvennt
  • smyrja með heimagerðu pestó
  • setja 2 þunnar sneiðar af tómati á hverja sneið
  • strá rifnum osti yfir
  • grilla aftur í ofni í nokkrar mínútur

IMG_6624

Þessi færsla var birt í Fiskur og sjávarfang, Súpur og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Fiskisúpa

  1. Brynja sagði:

    freistandi súpa, kannski mætti útfæra hana aðeins fyrir aðalfund veiðifélags norðurár sem vill matarmikla súpu fyrir fund 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s