Grillaður lax með sítrus ávöxtum og ferskum kryddjurtum

Grillaður lax með sítrónu og appelsínuLax, lax, lax og aftur lax … nú þegar sumarið er komið og moldvarpan sem ég er, hef potað niður í garðinn minn 9 tegundum af kryddjurtum, 4 tegundum af salati, rauðrófum, gulrótum, grænkáli, radísum og helling af ætum blómum þá er komin tími á að huga að veiðigræjunum. Fyrir nokkrum árum fékk ég ákaflega fallega fluguveiðistöng í jólagjöf frá tengdamóður minni – gjöf sem eiginmaður minn valdi, enda hann þá nýlega komin með veiðidellu.  Ég kunni ekkert að kasta, en fannst stöngin smart og það skiptir jú máli 🙂
veidiBerglind

Ég hélt rakleitt í heimsókn til Oddnýjar í Veiðiflugum og fékk aðstoð við að velja SMART veiðivöðlur og jakka sem ég gaf sjálfri mér í sumargjöf það árið, örlát ég veit – maður verður jú að lúkka smart sérílagi þegar maður kann ekki neitt 🙂

Í Veiðiflugum fjárfesti ég líka í kastnámskeiði og gaf okkur hjónum í brúðkaupsafmælisgjöf – dellukonan var staðráðin í að nú skyldi veiddur LAX fyrir allan péninginn. En viti menn ég lærði fljótt að það er ekki sjálfgefið að veiða LAX þó þú kastir fyrir hann flugu. Laxinn getur verið ansi dintdóttur og skiptir þá engu hversu smart maður er…. Það sem kom mér hins vegar verulega á óvart var hve skemmtileg veiðimennskan er, þrátt fyrir að maður fari stundum heim með öngulinn í rassinum. Ég á sumsé enn eftir að veiða Maríulaxinn, en nokkrum silungum hef ég þó afrekað að koma á land, matbúa og njóta – enda meira í silungaveiði en laxveiði. Félagsskapurinn, útiveran, náttúran, ilmurinn, undirbúningurinn, maturinn, sögurnar, hlátrasköllinn – það jafnast fátt á við góða veiðiferð, með fjölskyldu, vinum og vinkonum. Ég hlakka ósegjanlega til veiðisumarsins og er eins og svo oft áður sannfærð um að í sumar nái ég Maríulaxinum – en ef  það gerist ekki, þá á uppáhalds-fisksölumaðurinn minn stundum villtan lax og alltaf þennan ræktaða sem í þetta sinn var grillaður í sólinni á pallinum hjá Vatnholtsgenginu – einfaldur og ákaflega góður.

IMG_3455Uppskrift

  • 1 laxaflak
  • 1 sítróna – ríflega helmingur skorin í þunnar sneiðar
  • 1 appelsína – ríflega helmingur skorin í þunnar sneiðar
  • 3-4 msk. gróft skornar ferskar kryddjurtir t.d. flatblaðasteinselja, timían, oreganó
  • sjávarsalt
  • nýmalaður svartur pipar
  • olífuolía

Blandið saman olífuolíu, safa úr tæplega hálfri sítrónu og tæplega hálfri appelsínu og penslið laxaflakið. Kryddið með gróft skornum kryddjurtum, salti og pipar og látið standa í 15 – 30 mín. Raðið sítrónu og appelsínusneiðum á flakið.

IMG_3481Setjið laxinn á vel heitt grill, snúið roðinu niður.  Laxinn er grillaður allan tímann á roðhliðinni, honum er ekki snúið. Hafið grillið lokað og grillið í 15 – 20 mínútur.  Berið fram með dásamlegum grilluðum aspas og/eða góðu grænu salati og kartöflum.

IMG_3496

Þessi færsla var birt í Fiskur og sjávarfang, Grillréttir og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s