Rabarbara- og aprikósu chutney

Rabarabara og aprikósu chuntney Þetta sumar hefur verið rabarbaranum hagstætt. Þó við sem búum hér á suðuvesturlandi viljum hafa sumrin á hlýrri, þurrari og vindana hægari, kann rabarbarinn greinilega að meta svalt og blautt sumar. Ég man ekki eftir betri uppskeru þau 10 ár sem ég hef átt dásemdargarð með rabarbara. Um helgina náði ég í síðustu stilkana út í garð og gerði þetta ljúfenga chutney – það er velkryddað með chili, sterku og góðu karrí og fersku engifer.  Rabarbarachutney er gott með allskyns indverkum réttum, en er ekki síðra með góðum ostum, kexi og brauði.

rabarabari og aprikósurUppskrift

  • 600 gr. rabarbari skorinn í sneiðar (u.þ.b. 1/2 cm)
  • 2 laukar skornir hæfilega smátt
  • 250 gr. aprikósur skornar í smáa bita
  • 2 msk. vínedik
  • 3/4 dl. vatn
  • 5 dl. sykur
  • 5 cm engifer skorið mjög smátt
  • 1 rauður chili skorinn mjög smátt
  • 2 msk. sterkt madras karrý
  • 2 tsk. salt
  • 2 msk. Nigella fræ (kallast líka; svört laukfræ eða kalonji fræ)

Setjið allt í pott nema nigella fræin, sjóðið við vægan hita í 30 mínútur.  Bætið nigella fræjunum út í, hrærið vel og látið sjóða áfram í 10 mínútur.  Setjið maukið heitt á sótthreinsaðar krukkur.*

rabarabara og aprikósu chutney

* Það er mjög einfalt að sótthreinsa krukkur – þær eru þvegnar vel og þurrkaðar, settar í 100 gr. heitan ofn í u.þ.b. 10 -15 mínútur.

 

Þessi færsla var birt þann Pestó, sultur og chutney og merkt , , , , , , , , . Bókamerkið varanlega slóð.

4 Responses to Rabarbara- og aprikósu chutney

  1. Bakvísun: Heiteykt makríl paté | Krydd & Krásir

  2. Bakvísun: Ommeletta með grænkáli, sólþurrkuðum tómötum og chorizo | Krydd & Krásir

  3. Bakvísun: Skyr, rjómi og rabarbari á nýstárlegum nótum | Krydd & Krásir

  4. Signý Ólafsdóttir's avatar Signý Ólafsdóttir skrifar:

    Hvar fær maður Nigella fræ ??

Skildu eftir svar við Signý Ólafsdóttir Hætta við svar