Pavlova með suðrænum tvisti

Pavlova með suðrænu tvisiGóð pavlova sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er og getur jafnframt verið punkturinn yfir i-ið í lok góðrar máltíðar. Þegar ég gluggaði í Matarást Nönnu Rögnvaldar þá komst ég að því að tertan er áströlsk að uppruna, kennd við rússneska balletdansmær Önnu Pavlovu, sem heimsótti Ástrali árið 1929.  Tertan var þó ekki búin til fyrir Önnu þegar hún dansaði í Ástralíu heldur nokkrum árum síðar þegar matreiðslumaður sem útbjó kökuna vildi gefa í skyn að tertan væri létt eins og Anna og nefndi hana því Pavolvu. Merkilegt nokk þá hefur tertan verið vinsæl æ síðan og útgáfurnar sem til eru af pavlovum eru líklega óteljandi svo margar eru þær – þessi er með suðrænu tvisti – mangó, jarðarberjum, kiví og granateplum.

Uppskrift

  • 4 eggjahvítur
  • 200 gr. hrásykur (eða venjulegur)
  • 2 dl. rjómi
  • 200 ml. grísk jógúrt
  • 2 msk. sítrónusmjör (Lemon-curd) má sleppa
  • 1/2 mangó
  • 1/2 granatepli
  • 1 kiví
  • 100 gr. jarðarber
  • morgunfrú og mynta til skrauts (má sleppa)

PavlovaÞeytið eggjahvítur þar til þær eru nánast stífþeyttar, bætið sykrinum smátt og smátt saman við og stífþeytið. Teiknið hring um það bil 22-24 cm. á bökunarpappír og smyrjið marensinum á hringinn, kantarnir eiga að vera aðeins þykkari en miðjan. Bakið í 2 klst. Slökkvið þá á ofninum og leyfið pavlovunni að kólna í honum.

Pavlova2Skerið mangó og kiví í litla bita, jarðarberin í tvennt og sláið fræin úr granateplinu með trésleif.

Þeytið rjómann og hrærið grískri jógurt og sítrónusmjöri saman við þar til vel blandað.

Smyrjið rjómablöndunni á pavlovubotninn, raðið ávöxtunum falleg ofan á og skreytið með ferskum blöðum af morgunfrú og myntu – þar sem þetta haust hefur verið einstaklega milt þá eru nokkrar morgunfrúr ennþá í blóma í pottum á garðsvölunum mínum og því naut ég þess sérstaklega að nota hana til að skreyta pavlovuna – að sjálfsögðu er þetta  ekki nauðsynlegt.

 

 

Þessi færsla var birt í Bakstur, Eftirréttir og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

3var við Pavlova með suðrænum tvisti

  1. Nanna Gunnarsdóttir sagði:

    Ljómandi var þetta gott krem, en ég stækkaði uppskriftina um 50 prósent til að hafa nú vel ofan á og á milli, en þetta er gífurlega ferskt og frískandi, ótrúlegt hvað lemon-curdið skilar sér vel í gegn.

  2. Bakvísun: Sítrónusmjör (e.Lemon Curd) | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s