Amerískar pönnukökur með bláberja-hlynsírópi

Amerískar pönnukökur Vorið lætur aldeilis bíða eftir sér þetta árið…… nokkrum sinnum síðustu vikur hef ég verið sannfærð um að nú sé vorið komið. Þegar allur snjór fer úr garðinum og vorlaukarnir byrja að gægjast upp úr moldinni fyllist ég bjartsýni um vor í lofti og blóm í haga, en sei, sei, nei, þá byrjar að snjóa aftur og allt fer á kaf.  Mikið verður vorið kærkomið þegar það loks lætur verða að því að koma til að vera.  Þegar ég leit út um gluggann þennan sunnudagsmorgun og sá allt á kafi í snjó var ekkert annað í stöðunni en að breyta plönum helgarinnar.   Ég hafði ætlað út í garð að taka til í beðunum og setja páskaliljur og aðra vorlauka í potta þessa helgi.  En það er ekkert annað í stöðunni en að breyta þeim plönum og einfaldlega útbúa bestu amerísku pönnukökur þessa heims og gleðjast yfir birtunni sem er svo falleg þessa dagana – já og mun að það styttist í bjartar sumarnætur og ævintýrin sem þeim fylgja.

IMG_8252Uppskrift

  • 2 egg
  • 1 bolli buttermilk* eða AB mjólk
  • 4 msk. bragðlítil grænmetisolía
  • 100 gr. smjör, brætt
  • 180 gr. hveiti
  • 2 msk. hrásykur
  • 4 tsk. lyftiduft

* Buttermilk má útbúa með því að setja 1 msk. af sítrónusafa í bollamál, fylla hann með mjólkinni og láta standa í 2-4 mínútur.

Sírópið

  • 100 gr. frosin bláber (eða fersk á haustin)
  • 2 dl. hlynsíróp

amerískar pönnukökurHrærið egg, mjólk, olíu og smjör saman, gætið að því að kæla smjörið áður en því er blandað saman við.  Blandið þurrefnunum saman og hrærið þeim saman við eggjablönduna. Hrærið þar til allt er vel blandað saman og kekkjalaust.  Látið standa og hvíla á meðan þið útbúið sírópið eða í u.þ.b. 5 – 10 mínútur.

Steikja pönnukökur Steikið pönnukökurnar á pönnu við fremur háan hita. Sjálf nota ég alltaf pönnu sem er viðloðunarfrí og þarf því ekki að smyrja hana.  Stærðin á pönnukökunum fer eftir smekk hvers og eins, en við höfum okkar fremur smáar og stöflum þeim síðan upp nokkrum saman áður en við setjum sírópið og ávextina yfir þær.

Setjið bláberin í pott, hellið hlynsírópinu yfir og hitið rólega að suðu.

Amerískar pönnukökur-2

Berið fram með fersku ávaxtasalati og heitu bláberjasírópinu.

Þessi færsla var birt í Árdegisverður (Brunch), Bakstur, Morgunmatur og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Amerískar pönnukökur með bláberja-hlynsírópi

  1. Bakvísun: Hráskinkubollar með eggjum og spínati | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s