Grillaður humar

Grillaður humarMikið er humar góður matur – sem einfalt er að elda svo úr verði veislumáltíð.  Með þessari uppskrift hef ég birt uppskriftir þar sem humarinn er grillaður á útigrilli,  bakaður í ofni, steiktur og notaður á pizzu, í súpu, risotto, já og allar eru uppskriftirnar svo góðar að þær kalla undantekningalaust á mjög sterk jákvæð viðbrögð. Í þetta sinn grilluðum við hann á útigrillinu og að sjálfsögðu var smjör, hvítlaukur, sítróna og steinselja með í för, enda nánast ómissandi þegar humar er annars vegar. Meðlætið var einfalt, salat, gott súrdeigsbrauð með hvítlaukssmjöri og kalt hvítvín – sannkallaður veislumatur.

Grillaður humar - hráefniUppskrift (fyrir 2 sem aðalréttur eða 4 sem forréttur)

  • 500 gr. humar í skel – við vorum með stóran og góðan humar
  • 60 gr. smjör
  • 3 msk. olífuolía
  • 4-5 hvítlauksgeirar
  • sítróna (börkur af hálfri lífrænni sítrónu) hinn helmingur í bátum borinn fram með
  • 1 lúka fersk steinselja, söxuð smátt
  • salt og nýmalaður pipar

HumarHreinsið humarinn, klippið upp í skelina, losið humarinn og lyftið honum að hálfu upp úr skelinni. Hreinsið burt svörtu görnina.

Humar, smör, hvítlaukur og sítrónaBræðið smjörið við vægan hita og bætið olífuolíu saman við. Pressið hvítlaukinn og setjið út í smjörblönduna ásamt ríflega helmingnum af söxuðu steinseljunni og sítrónuberkinum. Kryddið með góðu salti og nýmöluðum pipar.

Humar á grilliPennslið humarinn með smjörblöndunni  Setjið humarinn á grillið, fyrst sú hlið sem er upp úr skelinni – grillið í um það bil 2 mínútur.

Humar á grilli llSnúið við, penslið og grillið áfram í 2 mínútur eða þar til humarinn er tilbúinn. Penslið með smjörblöndunni áður en þið takið humarinn af grillinu.

Gott er að smyrja gott súrdeigsbrauð með hvítlaukssmöri og grilla á útigrillinu í 1-2 mínútur á hvorri hlið.

Berið strax fram með einföldu salati, hvítlauksbrauði og köldu góðu hvítvíni.

Grillaður humar ll

Þessi færsla var birt í Fiskur og sjávarfang, Forréttir, Grillréttir og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Grillaður humar

  1. Ragga sagði:

    En hrikalega skemmtileg síða! Miklir sælkerar. Á eftir að lesa mikið 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s