Grænmetisbaka undir miðjarðarhafsáhrifum

GrænmetisbakaStútfull af ofnbökuðu grænmeti og ricotta- og fetaosti. Þessi baka er ómótstæðileg og gjarnan á borðum hjá Vatnholtsgenginu þegar húsmóðirin er í stuði og útbýr ferskan ricotta skv. þessari uppskrift hér.  Þetta er matarmikil og saðsöm baka, bragðið er milt en margslungið. Bakan er að sjálfsögðu best nýbökuð, hvort sem er á árdegisverðarborðið eða sem aðalréttur með einföldu og góðu salati. Hún er ekki síður góð og ákaflega vinsæl í nestisboxið daginn eftir, það er ef það er þá nokkuð eftir 😜.

Smá aðvörun – þetta er alvöru baka sem krefst smá fyrirhafnar, sem n.b. er vel þess virði. Margir vilja forbaka bökubotninn, en við sleppum því yfirleitt – botninn verður aðeins blautari fyrir vikið, en ef bakan er bökuð neðarlega í ofninum þá finnst okkur það ekki koma að sök. Hliðarnar eru stökkar og góðar, en þær eiga það til að síga of mikið við forbökun nema bökubotninn sé stútfylltur af baunum og það eru alveg hreint ansi margar baunir sem þarf í svona djúpan bökubotn.

IMG_6945Uppskrift

Botn

 • 150 gr. smjör – kalt og skorið í teninga
 • 250 gr. hveiti
 • 1/2 tsk. salt
 • 1 eggjarauða
 • 3-4 msk. ískalt vatn

Fylling 

 • 1 rauð paprika
 • 1 eggaldin
 • 1 sæt kartafla
 • 1 kúrbítur
 • 1 laukur
 • 1 lárviðarlauf
 • ferskt tímían, nokkrar greinar, eða 2 tsk. þurrkað
 • 1/2 bolli ricotta ostur
 • 100 gr. fetasostur
 • 8-9 konfekttómatar
 • 4 egg (+eggjavítan frá egginu sem er í botninum)
 • 1 peli rjómi
 • olífuolía, nokkrar msk.
 • salt og pipar

Byrjið á að útbúa bökubotninn.  Hnoðið saman smjöri og hveiti – okkur hefur reynst best að vinna deigið í matvinnsluvél. Bætið salti, eggjarauðu og hluta af vatninu saman við og hnoðið þar til deigið er komið í góða kúlu. Athugið að ekki er víst að það þurfi allt vatnið og gætið þess að hnoða deigið ekki of mikið. Fletið deigið fremur þunnt út og klæðið bökuformið með því, pikkið með gaffli og setjið í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna eða í u.þ.b. klukkustund.

Hitið ofninn í 220°C.

baka-grænmetiSkerið ofan af paprikunna og fræhreinsið, skerið síðan í 4-5 hluta.  Leggið paprikuna á ofnplötu og setjið ofarlega í funheitan ofninn og látið bakast jafn lengi og allt annað grænmeti er útbúið eða þar til ysta lagið er orðið mjög dökkt.

Laukur á pönnuSkerið laukinn í þunnar sneiðar og sneiðarnar í tvennt, látið malla á pönnu við vægan hita í 2 msk.af olíu með einu lárviðarlaufi á meðan grænmetið er bakað í ofinum, hrærið reglulega í lauknum, en hann má alveg brúnast aðeins.

Skerið eggaldin í u.þ.b. 1 cm þykkar sneiðar og hverja sneið í 4 parta, veltið upp úr 2 msk. af olífuolíu og kryddið með salti og pipar.  Setjið á pappírsklædda ofnplötu og bakið fyrir neðan paprikurnar í 10 mín.

Næst er sæta kartaflan afhýdd og skorin í bita u.þ.b. 1,5  cm. á kant.  Bitunum velt upp úr smá olíu og kryddað með salti og pipar.  Bætið sætu kartöflunum á plötuna með eggaldininu og bakið áfram í um það bil 8 mínútur.

Loks er það kúrbíturinn sem er skorinn í 1 cm þykkar sneiðar og hver sneið í 4 parta, kryddað með svolitlu salti og pipar og bætt á plötuna með sætu kartöflunum og eggaldinunu og bakað áfram í 5-7 mín.

Nú hefur grænmetið bakast í ofninum í u.þ.b. 25 mínútur og paprikurnar ættu að vera orðnar mjög dökkar. Takið allt grænmetið úr ofninum, setjið paprikurnar í hitaþolinn plastpoka, lokið og leyfi þeim að „svitna“ svolítið áður en þær eru afhýddar og skornar í bita u.þ.b. 1,5 cm.  Blandið öllu ofnbakaðan grænmetinu saman.

Lækkið hitann í ofninum niður í 180°C.

Takið bökubotninn úr ískápnum og dreifið lauknum yfir hann. Setjið helminginn af ofnbakaðan grænmetinu ofan á laukinn. Dreifið helmingnum af ricotta- og fetaostinum yfir og kryddið með helmingnum af tímíaninu. Þá fer restin af ofnbakaða grænmetinu ofaná. Skerið tómatana í tvennt og raðið þeim ofan á grænmetið, dreifið restinni af ostinum yfir.

Hrærið eggjum og rjóma saman, kryddið með salti og pipar og hellið varlega yfir bökuna. Stráið restinni af tímíani yfir. Bakið við  180°C neðarlega í ofninum í 30-35 mínútur. Takið út og leyfið bökunni aðeins að kólna áður en þið takið hana úr forminu.  Berið fram með góðu grænu salati.

Grænmetisbaka

Þessi færsla var birt í Árdegisverður (Brunch), Bökur, Grænmetirréttir og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s