Krydduð eplakaka með súkkulaði og sítrónu

Krydduð eplakakaVá hvað vikurnar þjóta áfram – það er að líklega merki um það hve lífið er skemmtilegt , sannkallaðr heilbrigðisvottur, er það ekki 🙂

Í dag er það þreytt en sæl kona sem hugsar um frið, hlustar á Lennon og smellir í eplaköku. Kaka þessi hefur verið þróuð síðustu vikur og er núna búin að ná þeirri fullkomnun sem sóst var eftir.  Þreytan sem ég mintist á er þó ekki svo mikil að ég ætla að smella mér í Þingvelli, ganga á eitt fjall, njóta nátturunnar, haustlitanna og góða veðursins sem skartar sínu fegursta í dag.

Á morgun er lítill fjölskylduárdegisverður þar sem þessi dásemd fær að prýða borðið.

Krydduð eplakaka - hráefniUppskrift 

  • 2 epli
  • 1 msk. dökkt romm
  • 1 sítróna, safi og fínt rifinn börkurinn
  • 2 egg
  • 120 gr. sykur
  • 1,25 dl. olía
  • 150 gr. hveiti
  • 1,5 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. múskat
  • 1 tsk. fennelfræ, fínt möluð í mortéli
  • 100 gr. dökkt súkkulaði (70%), skorið í fremur smá bita

Hitið ofninn í 180°C

Krydduð eplakaka1Blandið rommi, sítrónusafa og fínt rifnum berki af sítrónunni í skál.  Skerið eplið í litla bita og setjið út í skálina með romm og sítrónublöndunni. Blandið vel saman og setjið til hliðar á meðan deigið er undirbúið.

Krydduð eplakaka2Þeytið egg og sykur mjög vel saman eða þar til blandan er ljós og létt.  Hellið olíunni rólega út í og hrærið vel saman.  Þegar hér er komið er best að nota sleif til að blanda hveiti, lyftidufti, múskat og fennelduftinu saman við.  Þá er eplunum og romm- og sítrónusafanum blandað rólega saman við og loks súkkulaðinu.

Hellið deiginu í pappírsklætt og/eða vel smurt formkökuform.  Bakið í 50-55 mínútur við 180°C eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna miðja kemur hreinn út.

Kælið kökuna í forminu í um það bil 15 mínútur áður en það er tekið úr forminu.  Með því móti verður kakan mýkri.

Njótið með góðu kaffi eða kaldri mjók.

Þessi færsla var birt í Árdegisverður (Brunch), Bakstur og merkt sem , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Krydduð eplakaka með súkkulaði og sítrónu

  1. thordis10 sagði:

    Mmmmm nammi mér langar í 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s