Kókos- og hafrakökur

img_8276Er ekki við hæfi að byrja þessa færslu á svolítilli klisju. Klisju sem þó er sönn. Aðventan er nefninlega einn besti tími ársins. Hin síðari ár hef ég notið aðventunnar meira og meira, þó jólin séu enn punkturinn yfir i-ið, eða er það ekki?   Jólatónleikar og jóla-dögurð á góðum veitingastað með fjölskyldu og vinum, tími sem við bökum, eldum, skreytum og njótum saman. Gætum þess bara að láta ekki neyslubrjálæðið ná yfirhöndinni, gleðjumst yfir því smáa, gleðjum aðra og gleðjumst saman.

Hér er uppskrift af stökkum kókos- og hafrakökum sem við í bökum fyrir hver jól og höfum gert í líklega tv0 áratugi.  Eins og allt annað hefur uppskriftin breyst frá þeirri upprunalegu, sykurmagnið minnkað um helming sem dæmi 🙂

Kókos- og hafrakökur, hráefniUppskrift 

  • 100 gr. smjör
  • 3 dl. haframjöl
  • 1,5 dl. kókosmjöl
  • 1 dl. sykur
  • 1 egg
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 msk. hveiti
  • 150 gr. suðusúkkulaði

Hitið ofninn í 180°C.

Þessar kökur hræri ég alltaf í höndunum.  Deigið er það einfalt í meðhöndlun að það tekur því ekki að taka hrærivélina fram.

kokos-og-hafrakokur-1Bræðið smjörið og hellið því yfir haframjölið og blandið vel saman.  Setjið kókosmjöl og sykri  saman við og hrærið. Bætið þá egginu, lyftidufti og hveiti saman við.

Setjið deigið á plötu með teskeið og gætið þess að hafa þær ekki of þétt því þær renna svolítið út við baksturinn.  Bakið í u.þ.b. 5 mínútur við 180°C.

Kælið kökurnar.

kokos-og-hafrakokur-2Bræðið þá súkkulaði yfir vatnsbaði og pennslið botninn á kökunum með bræddu súkkulaðinu.

Geymið i þéttu vel lokuðu íláti eða plastpoka.  Ég frysti kökurnar og tek þær upp í hæfilegum skömmtum á aðventunni – þannig haldast þær eins og nýbakaðar alla aðventuna.

 

Þessi færsla var birt í Bakstur, Jól, Smákökur, Uncategorized og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s