Rabarbara- og jarðarberja síróp

Rabarbarasíróp Meira um rabarbarann – rabarbara-sprettan í garðinum mínum hefur sjaldan eða aldrei verið betri en í ár og ég nýt þess mjög.  Sjálf er ég hrifin af því að blanda saman jarðarberjum og rabarbara og hef áður birt uppskriftir af mjög góðri böku hér og sultu hérna.  Enn eru rabarbarinn og jarðarberin í aðalhlutverki og nú í sírópi. Hugmyndina fékk ég hjá kærri vinkonu sem á og rekur Hraunsnef sveitahótel í Borgarfirðinum – ég aðstoðaði hana fyrr í sumar við undirbúning á fjölskylduveislu og opnun á myndlistarsýningu þar sem hún bauð upp á fordrykk sem í var rabarbara- og jarðaberjasíróp – ég hljóp að sjálfsögðu út í næsta blómabeð og náði í fjólur og skreytti öll glösin með ferskum fjólum – sumarlegur og fallegur drykkur sem vakti ánægju og athygli.

Sírópið er líka gott út í þurrt og kalt freyðivín eða sem íssósa út á einfaldan vanilluís – nú eða bara út á hefðbundið íslenskt skyr – um að gera að leyfa hugmyndunum að flæða 🙂

Uppskrift

 • 500 gr. rabarbari skorinn í 1-2 cm bita
 • 500 gr. jarðarber
 • 500 gr. sykur
 • 1/2 l. vatn

Allt sett í pott og soðið við vægan hita í u.þ.b. 20 mín.

Rabarabara og jarðarberjasiropSetjið stórt sigti yfir skál, setjið maukið úr pottinum í sigtið og látið vökvann síga í skálina í nokkra stund. Setjið sírópið í sótthreinsaðar flöskur og geymið í kæli.

IMG_4736„Hratið“ set ég í krukku og geymi – nota það t.d. með skyri eða jógúrt, set þá í botninn á fallegu glasi eða skál, ofan á það fer ósætt hrært skyr eða gríska jógurt og loks heimalagað múslí, t.d. þetta hér.

Eins og áður segir er sírópið er ákaflega gott út í sódavatn, eða þurrt freyðivín nú eða bara kalt kranavatn – hlutföllin eru smekksatriði en við setjum yfirleitt um það til einn hluta síróp í þrjá til fjóra hluta sódavatn/freyðivín.

Sírópið er líka gott út á ís eða skyr og gríska jógúrt.

 

 

Þessi færsla var birt í Drykkir, Meðlæti og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

4var við Rabarbara- og jarðarberja síróp

 1. Ragga sagði:

  Ég rakst á þessa síðu fyrir tilviljun og jiminn eiiini, ég er orðin svöng.
  Ég er búin að bookmark-a!

 2. voðalega er langt síðan ég hef grúskað hér og skoðað 🙂 þessi síða er orðin svo fjölbreytt og ýtarleg. Glæsó !! kæra vinkona

 3. Bakvísun: Skyr, rjómi og rabarbari á nýstárlegum nótum | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s