Það er viðeigandi að fyrsta matarfærslan sé uppáhalds-pestó fjölskyldunnar. Uppskriftin hefur þróast í gegnum árin, en aldrei áður hef ég reynt að mæla það sem fer í hana -þetta var því svolítil áskorun, að mæla og setja allt í litlar skálar áður en hafist var handa við að mauka góðgætið. Afurðin olli ekki vonbrigðum og ef ég þekki mitt fólk þá munu pestó – krukkurnar tvær sem nú eru komnar í ískápinn staldra stutt við. Við kaupum aldrei tilbúið pestó, gerum ávallt okkar eigið – þið munið skilja hvers vegna eftir að hafa prófað þessa uppskrift.
- 200 gr. sólþurrkaðir tómatar
- 70 gr. svartar ólífur
- 1 knippi basilika
- 3-4 hvítlauksgeirar
- 1,5 dl. góð ólífuólía
- 2 msk. balsamik edik
- 1 tsk. nýmalaður pipar
Setjið allt í matvinnsluvél nema ólífuólíuna og maukið, hellið ólífuólíunni í hægri bunu út í. Smekksatriði hveru gróft maukið er, við viljum hafa það fín-maukað. Magn ólíunnar fer líka eftir smekk, því meiri olía, því þynnra mauk.
þessar hafa sko verði notaðar og útfærðar eftir þinni fyrirmynd algjörlega dásamlegar – ekki dónalegt að not pestóið þitt útí sveppasúpu eða sósu ! geðveikt
thíhí – nú verð ég svolítið feimin þegar ég C að vinir og vandamenn eru farin að fylgjast með …. eins gott að standa sig, læra á þetta og setja eitthvað skemmtilegt inn reglulega
Bakvísun: Tómatsalat með fetaosti og ólífum | Krydd & Krásir
Bakvísun: Nýtt ár – ný tækifæri og vinsælustu uppskriftirnar | Krydd & Krásir
Bakvísun: Hráskinkubollar með eggjum og spínati | Krydd & Krásir
Bakvísun: Grillaðar lambakótelettur | Krydd & Krásir
Bakvísun: Ommeletta með grænkáli, sólþurrkuðum tómötum og chorizo | Krydd & Krásir
Bakvísun: Silungur með perlubyggi og spergilkáli | Krydd & Krásir