Þreföld súkkulaðisæla

IMG_1018_2Mikilvægur hluti hverrar veiðiferðar er félagsskapurinn og maturinn. Síðasta sumar var mér boðið með í kvennaveiðiferð í Laxá í Kjós – ákaflega skemmtilegur veiðistaður, enn skemmtilegri veiðifélagar og maturinn í hávegum hafður.  Í ár var svo aftur haldið af stað í kvennaveiðiferð og nú í Minnivallarlæk. Hamingjustundir við árbakkann er stór þáttur þessara veiðiferða – hittast á miðri síðari veiðivaktinni, skiptast á sögum, hlægja og njóta góðra veitinga í fallegri náttúru.  Allar leggja sitt af mörkum í veitingum og slegið er saman í gott léttvín með. Í fyrra kom ég með súkkulaðiköku sem innheldur þrjár tegundir af súkkulaði – alger bomba sem hefur skreytt hverja stórveislu í okkar fjölskyldu síðustu árin, en er líka bökuð og tekin með í ferðalög -það er fátt skemmtilegra en setja punktinn yfir i-ið í lok máltíðar og bera þessa dásemd fram á ólíklegustu stöðum. Ég hafði hugsað mér að mæta með einhverja nýjung á bakkann í ár, en óskað var sérstaklega eftir þreföldu súkkulaðisælunni aftur í hamingjustundina við árbakkann. Upphaflega uppskriftin er frá bresku eldhúsgyðjunni Nigellu Lawson, en hefur þróast og þroskast í gegnum tíðina og nú hef ég steypt saman uppskriftinni hennar  Nigellu, annari sem fengin var hjá fyrrum samstarfskonu og breytt að eigin smekk.  Það er gaman að skreyta bitana á ýmsan hátt – oft sigta ég smá flórsykri yfir hana og hendi svo fullt af ferskum blómum eða berjum yfir, nú eða eins og á þessum myndum, set smá rjómatopp á hvern bita og skreyti með fjólum úr garðinum.  Stór hluti ánægjunnar er jú útlitið – ekki satt?

Minnivallalaekur_2013

Uppskrift 

  • 3oo gr. suðusúkkulaði
  • 100 gr. rjómasúkkulaði
  • 350 gr. smjör
  • 6 egg
  • 350 gr. sykur
  • 1 msk. vanilludropar (heimagerðir eru bestir)
  • 200 gr. hveiti (sigtað)
  • 300 gr. hvítt súkkulaði

Bræðið saman suðusúkkulaði, rjómasúkkulaði og smjör við mjög lágan hita eða yfir vatnsbaði.

Hrærið egg og sykur vel saman – eða þar til sykurinn er vel uppleystur.  Bætið vanilludropunum út í og hrærið síðan súkkulaði-smjör-blöndunni rólega saman við.  Sigtað hveiti er þá hrært saman við. Hvíta súkkulaðið saxað gróft, gott er að hafa bitana stóra svo þeir bráðni ekki við baksturinn.  Hvíta súkkulaðið er að lokum bætt við blönduna.

Þekjið skúffukökuform með bökunarpappír og hellið blöndunni í – formið sem ég nota er 26 x 32 cm. Athugið að bökunarpappírinn skiptir miklu máli upp á að ná kökunni á einfaldan hátt úr forminu.  Bakið við 180°C í 35 – 45 mín.   Skerið kökuna í hæfilega bita og skreytið að vild.

3fold_sukkuladisaela

Þessi færsla var birt í Bakstur, Eftirréttir, Kökur og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s