Eplamúffur í hollari kantinum

IMG_7283Sjónvarpsþættir og bækur Nigellu Lawson hafa um langt skeið verið uppáhalds og eru enn þó margar uppáhalds bækur hafi bæst við í matreiðslu-bókarstaflann minn á síðustu árum. Eplamúffurnar eru upprunar í einni af bókunum hennar Nigellu og eru svo góðar að yfirleitt er ég beðin um uppskriftina þegar ég ber þær fram.  Ég hef mætt með þær í morgunkaffi í vinnuna, í karphúsið í langri samninngalotu á laugardagsmorgni, á brunch-borðið á pallinu, í afmælisveislu tengdamömmu og svo mætti lengi telja og alltaf  eru þær jafn vinsælar.  Hæfilega sætar, mjúkar og innihaldið í hollari kantinum – já hreint dásamlegar.

IMG_7247

Uppskrift

  • 2 epli
  • 1 og 3/4 bolli fínt spelt (má nota hveiti en speltið er mun betra)
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk kanill
  • 2/3 bollar hrásykur eða ljós púðusykur
  • 1/2 bolli hunang
  • 1/4 bolli hrein jógúrt
  • 1/2 bolli olía (bragðlítil – oftast nota ég ISO4)
  • 2 egg
  • 1/4 bolli möndlur m/hýði grófsaxaðar

Ofan á múffurnar

  • 4 tsk. hrásykur eða ljós púðusykur
  • 1 tsk. kanill
  • 1/4 bolli möndlur m/hýði grófsaxaðar

Aðferð

Takið hýðið af eplunum og skerið í litla bita.

Hrærið egg, sykur, hunang, jógúrt og olíu saman.  Blandið þurrefnunum saman og hærið saman við útí eggjahæruna.  Að síðustu er eplunum hrært saman við.

Ég nota alltaf múffuform úr málmi og raða pappírsformum eða silikonformun í það áður en ég set deigið út í.  Á þennan hátt verða múffurnar fallegri í laginu.  Uppskriftin er í um það bil 18 múffur. Skiptið deiginu jafnt í formin. Blandið því sem á að fara ofan á þær saman í skál og dreifið því jafnt yfir deigið.

Bakið við 180°C í um það bil 20 mín.

epla_muffins

Þessi færsla var birt í Bakstur og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Eplamúffur í hollari kantinum

  1. Bakvísun: Nýtt ár – ný tækifæri og vinsælustu uppskriftirnar | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s